Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Gróf mannréttindabrot á öldruðum og öryrkjum

fimmtudagur, 20. ágúst 2015

Enn einu sinni er verið að brjóta mannréttindi á öldruðum og öryrkjum.Árin 2009 og 2010 var lífeyrir frystur.Láglaunafólk fékk á því tímabili 16% kauphækkun en aldraðir og öryrkjar fengu ekki eina krónu.1.mai sl fékk láglaunafólk 30 þúsund króna kauphækkun á mánuði en aldraðir og öryrkjar ekki eina krónu. Og lífeyrisþegum var hreinlega tilkynnt, að þeir fengju enga hækkun í 8 mánuði! Þetta er mismunun og gróft mannréttindabrot. Lífeyrisþegum er neitað um hliðstæðar kjarabætur og launþegar eru að fá.Nær allir launþegar landsins eru að fá verulegar kjarabætur en lífeyrisþegar eru sniðgengnir.Rîkisstjórnin neitar eftirlaunamönnum um sömu hækkun.Ég tel þetta brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og brot á 76.greininni en samkvæmt henni er réttur aldraðra og öryrkja til þess að taka eðlilegan þátt í samfélaginu varinn. Sama framkoma við aldraða og áður Þetta er sama framkoma við aldraða og öryrkja og átti sér stað í tíð fyrri ríkisstjórnar, þegar laun embættismanna,dómara og alþingismanna voru færð til baka og síðan leiðrétt à ný.Lífeyrir eldri borgara og öryrkja var einnig skertur, færður til baka.Við leiðréttingu launa hátekjumannanna var leiðréttingin ekki látin duga heldur fengu hátekjumennirnir kauphækkunina greidda til baka, aftur í tímann! En aldraðir og öryrkjar voru hlunnfarnir.Þeir fengu enga leiðréttingu á sama tíma.Samt höfðu þeir mátt sæta kjaraskerðingu eins og hátekjumenn.Við leiðréttingu á launum voru þeir skildir eftir. Það voru brotin mannréttindi á þeim að mínu mati. Þegar kjör aldraðra og öryrkja voru skert 2009 voru einnig framin mannréttindabrot.Í mannréttindasáttmálum, sem Ísland er aðili að, segir, að ef færa eigi kjör aldraðra og öryrkja til baka vegna efnahagserfiðleika , eigi fyrst að kanna hvort unnt sé að fara aðra leið. Það var ekki gert 2009. Þess vegna var þá um mannréttindabrot að ræða. Lífeyrir aldraðra og öryrkja ítrekað frystur Stjórnvöld hafa hvað eftir annað leikið þann leik að taka 69.grein laga um almannatryggingar úr sambandi en þar segir, að við breytingu á lífeyri aldraðra og öryrkja eigi að taka mið af launaþróun en lífeyrir aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs.Frá þessu hefur ítrekað verið vikið og lífeyrir aldraðra og öryrkja frystur langtímum saman á sama tíma og láglaunafólk hefur verið að fá kjarabætur.Það er lögbrot og sennilega mannréttindabrot.Auk þess hefur hvað eftir annað verið klipið af launauppbótum til lífeyrisþega. Nærtækasta dæmið í því efni er það, að lífeyrir aldraðra og öryrkja var hækkaður um 3% í janúar 2015 , en kaupmáttur jókst um 5,8% árið 2014.Þarna var því verið að klípa af réttmætum og eðlilegum uppbótum til lífeyrisþega.Að mínu mati er þarna verið að brjóta mannréttindi á lífeyrisþegum.En einnig er verið að brjóta lög. Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar brotnir Ísland er aðili að mörgum alþjóðlegum mannréttindasáttmálum.Mikilvægastur þeirra er mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna.Samkvæmt henni eiga allir rétt á félagslegu öryggi. Og allir í eiga rétt á lífskjörum,sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan þeirra og fjölskyldna þeirra svo og rétt á félagslegri þjónustu, rétt til öryggis vegna veikinda, elli eða annars, sem skorti veldur.Það er ekki verið að framfylgja þessum ákvæðum á sama tíma og hópur aldraðra og öryrkja hefur ekki fyrir mat í lok hvers mánaðar.Og sá sami hópur hefur ekki efni á því að leita læknis eða leysa út lyfin sín.Það er til skammar, að slík fátækt skuli eiga sér stað á Íslandi. Þessi fátækt er blettur á íslensku þjóðinni og þann blett verður að afmá. Björgvin Guðmundsson Birt í Fréttablaðinu 20.ágúst 2015 Sent from my iPad No virus found in this message. Checked by AVG - www.avg.com Version: 2015.0.6086 / Virus Database: 4392/10445 - Release Date: 08/16/15


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn