|
Hvað líður fullnægjandi mótvægisaðgerðum?mánudagur, 20. ágúst 2007
| Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að skera niður þorskkvótann um þriðjung, niður í 130 þúsund tonn á ári, var algert reiðarslag fyrir sjávarbyggðir landsins.Ríkisstjórnin tilkynnti, að hún myndi gera ráðstafanir til mótvægis niðurskurðinum á aflaheimildunum en þessar ráðstafanir hafa látið á sér standa.Samgönguráðherra hefur boðað, að ýmsum vegaframkvæmdum verði flýtt. Það er gott svo langt sem það nær. Þegar þessar vegabætur verða komnar í gagnið munu þær auðvelda flutninga af landsbyggðinni og þar á meðal fiskflutninga. En þessar ráðstafanir bæta ekki kjaraskerðingu sjómanna,útgerðarmanna og fiskvinnslufólks í haust og í vetur.Þar verða aðrar ráðstafanir að koma til. Það þarf að efla jöfnunarsjóð sveitarfélaga og auka framlög hans til þeirra sjávarbyggða,sem verða illa úti vegna niðurskurðar þorskkvótans.Byggðamálaráðherra hefur boðað, að hann muni efla Byggðasjóð til þess að gera hann betur færan um að aðstoða þær sjávarbyggðir, sem verða fyrir barðinu á niðurskurði aflaheimilda. Það ber að fagna því framtaki. En þessar ráðstafanir eru hvergi nærri nægar. Tekjur í sjávarbyggðunum hrynja niður vegna niðurskuðar aflaheimilda. Ríkisvaldið verður að koma myndarlega til móts við fólkið í þessum byggðum.Ef það gerist ekki flytur fólkið á brott. a það. Ætti ríkið að veita þessum byggðum beina fjárhagsaðstoð.Þá er einnig sjálfsagt og eðlilegt,að auka byggðakvóta verulega til þeirra byggða sem harðast verða úti.
Kvótakerfið er hrunið
Þegar til þess kemur að stokka fiskveiðistjórmarkerfið upp, kemur strax í ljós, að því eru veruleg takmörk sett sem unnt er að gera án þess að gerbreyta núverandi kerfi eða leggja það hreinlega niður.Sturla Böðvarsson, forseti alþingi,sagði í hinni frægu ræðu sinni, að það yrði að stokka allt kvótakerfið upp og flytja aflaheimildir út á land frá þeim stöðum þar sem aðrir atvinnumöguleikar væru miklir en ekki allt undir fiskveiðum komið eins og í sjávarbyggðunum úti á landi. Þetta voru mjög róttækar hugmyndir og erfitt að sjá hvernig framkvæma ætti þær án þess að umturna alveg núverandi kerfi.Sturla Böðvarsson hefur ekki útskýrt nánar hvernig hann vilji framkvæma þessar hugmyndir. Það má fara ýmsar leiðir að því marki sem Sturla og ýmsir aðrir þingmenn, vilja nú ná. Ein leiðin er sú, að ríkið innkalli verulegan hluta aflaheimilda og úthluti í formi byggðakvóta eða á annan hátt til sjávarbyggða úti á landi.Það verður mikið ramakvein, ef slík leið verður farin. Það er raunar alveg sama hvað verður gert til þess að leiðrétta kerfið. Það verður alltaf rekið upp ramakvein. Önnur leið er sú,að innkalla allar aflaheimildir og úthluta þeim á ný með nauðsynlegum leiðrettingum.Og þriðja leiðin væri sú, að afnema kvótakerfið með öllu í áföngum og taka upp sóknardagakerfi í staðinn.Það er ekki unnt að loka augunum lengur fyrir göllum kvótakerfisins.
Mikið áfall fyrir Grindavík
Það sveitarfélag,sem verður einna verst úti vegna niðurskurðar þorskkvótans er Grindavík. Þar nemur niðurskurðurinn 6000 tonnum og tekjuskerðingin 2,3 milljörðum.Sveitarfélagið sjálft tapar 150 milljónum.Dæmigerð láglaunafjölskylda í Grindavík verður fyrir 90 þúsund króna tekjuskerðingu á mánuði vegna niðurskurðar þorskkvótans. Það er mikið áfall fyrir láglaunafjölskyldu. Og þetta er ekkert einsdæmi fyrir Grindavík. Þetta verður svona í hverri einustu sjávarbyggð í landinu,þar sem einhver veruleg þorskveiði hefur verið. Á Vestfjörðum er áfallið mikið. Þar hefur þorskveiði alltaf verið mikill hluti heildarfiskaflans.Þegar hefur verið rætt í fjölmiðlum hvernig niðurskurðurinn lendir á Flateyri og sömu sögu er að segja af Bolungarvík og öðrum sjávarbæjum á Vestfjörðum og raunar er hið sama upp á teningnum i öllum sjávarbyggðum út á landi.Þessar sjávarbyggðir eiga það sammerkt,að þorskveiði hefur verið mikill hluti fiskafla þeirra. Þriðjungs niðurskurður á þorskafla er algert reiðarslag fyrir þessar byggðir. Þær fá ekki nægilegt hráefni til vinnslu og þær verða að sætta sig við verðminna hráefni í stað þorsksins.Tekjuskerðing þessara byggða mun valda því, að margir flytja á brott.Húseignir í þessum byggðum falla í verði og þannig mætti áfram telja
Björgvin Guðmundsson- Birt í Mbl. 19.ágúst 2007
birt
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|