Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Frá höftum til frjálsræðis í viðskiptum

þriðjudagur, 2. desember 2003




Mikil umskipti hafa orðið í viðskiptamálum þjóðarinnar á síðustu  rúmum 40
árum .
 Innflutningsverslunin var við upphaf þessa tímabils háð innflutningsleyfum
og hið sama gilti  um
 útflutningsverslunina. Einokun ríkti við útflutning á saltfiski. Aðeins
 SÍF
 mátti flytja út saltfisk og  freðfiskútflutningurinn var í höndum SH og
 SÍS.
 Verðlagshöft voru einnig  við líði. Álagning í heildsölu og smásölu var
 háð
 verðlagsákvæðum. Gjaldeyrisyfirfærslur voru  háðar leyfum.
 Viðreisnarstjórn   Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins,sem tók við
 völdum  í árslok 1959, hafði það á stefnuskrá  sinni að innleiða
 viðskiptafrelsi. Það var stefna Gylfa Þ.Gíslasonar,viðskiptaráðherra að
 losa um höft   í innflutnings-og gjaldeyrismálum.

 AFNÁM INNFLUTNINGSHAFTA Í  ÁFÖNGUM


Gylfi Þ.Gíslason hafði þann hátt   á að  afnema innflutningshöftin í
 áföngum. Gefnir voru út listar yfir þær vörur,sem  gefa átti frjálsar
 í
 innflutningi hverju sinni og þær settar á "frílista". Gylfi gerði þetta í
nánu samráði við samtök
 innflytjenda og  samtök iðnaðarins.  Haldnir voru margir fundir með
hagsmunaaðilum  og þeim skýrt
frá hverju skrefi fyrir sig. Innflytjendur fögnuðu innflutningsfrelsinu en
 iðnrekendur höfðu áhyggjur  af vissum greinum iðnaðarins. Þetta var mjög
 áhugaverður tími.Það var mikið að gerast.Og  þessar breytingar reyndust til
hagsbóta fyrir
þjóðina.
  Gylfi Þ.Gíslason   er doktor í hagfræði og var prófessor í
rekstrarhagfræði við Háskóla Íslands. Hann gerþekkti  gangverk hagkerfisins.
og átti því gott með að stýra þessum breytingum.  Hann markaði
 djúp spor í viðskiptasögu þjóðarinnar. Hann átti stærsta þáttinn í því, að
 Ísland gekk í  EFTA 1970.Hann barðist fyrir því máli og leiddi til sigurs.
Aðild Íslands að EFTA var   sögulegur áfangi fyrir Ísland  og
gerði
 okkur kleift að gerast aðilar að EES síðar.

FRJÁLSRÆÐI Í VERÐLAGSMÁLUM

Það kom í hlut Ólafs  Jóhannessonar sem viðskiptaráðherra að stíga fyrstu
skrefin  í átt til frjálsræðis  í verðlagsmálum.Hann samdi  árið 1978 lög um
 verðlag,samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti og lagði fyrir
Alþingi.Þessi lög lögðu
 grundvöllinn að því frjálsræði í verðlagsmálum, sem ríkir í
dag.Verðlagningin byggir á frjálsri samkeppni en samkeppnisyfirvöld geta
gripið inn í ef frelsið er misnotað.Ólafur Jóhannesson var mjög traustur  og
áreiðanlegur maður
  Útflutningsverslunin var færð  frá viðskiptaráðuneyti til
 utanríkisráðuneytis  í tíð Steingríms Hermannssonar sem
utanríkisráðherra.
Það kom í hlut Jóns Baldvins Hannibalssonar sem utanríkisráðherra að gefa
útflutningsverslunina frjálsa 1992. Útflutningur á saltfiski var þá enn að
mestu í höndum SÍF

 en um skeið höfðu verið gefin út takmörkuð útflutningsleyfi til
 annarra,einkum fyrir  saltfiskflökum. Hins vegar hafði þá verið losað
 verulega um útflutning á freðfiski.Gefa þurfti samt út útflutningsleyfi
hverju sinni.Því var spáð,að frjáls útflutningur á freðfiski og saltfiski
mundi valda öngþveiti og undirboðum á erlendum mörkuðum. En svo varð ekki.
Frjáls útflutningur  reyndist til hagsbóta fyrir landsmenn og nú undrast
menn,að þetta skref skyldi ekki stigið mikið fyrr.


  Á þessum tíma  var orðið mikið frjálsræði almennt í viðskiptum. Afnám
 viðskiptahafta í tíð viðreisnarstjórnar og aðild okkar að EFTA ruddi
brautina fyrir inngöngu  okkar í EES. Frelsi  var    innleitt í
 gjaldeyrismálum og fjármagnshreyfingar gefnar frjálsar að mestu
leyti.Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra átti  stóran þátt í þeirri
breytingu.

Það er athyglisvert,að þrír leiðtogar jafnaðarmanna,þeir Gylfi
Þ.Gíslason,Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson,eiga hvað stærsta
þáttinn í því frjálsræði í viðskiptamálum,sem ríkir í dag. Ólafur heitinn
Jóhannesson,formaður Framsóknarflokksins átti stóran þátt í að innleiða
frjálsræði á
sviði verðlagsmála.
En frelsið er vandmeðfarið. Þess þarf að gæta að það sé ekki misnotað. Við
höfum eftirlitsstofnanir , svo sem samkeppnisstofnun, gjaldeyriseftirlit og
fjármálaeftirlit
til þess að fylgjast með því að farið sé að settum reglum. Þessar stofnanir
og fleiri slíkar þarf að efla til þess að þær geti sem best gegnt
hlutverki
sínu.

Björgvin Guðmundsson
viðskiptafræðingur


Birt í Morgiunblaðinu 2003







N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn