Mikill flótti hefur brostið á í liði Framsóknarflokksins.Hver ráðherrann á fætur öðrum hefur tekið pokann sinn og lagt á flótta.
Finnur Ingólfsson sagði af sér embætti viðskipta-og iðnaðarráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins og hætti í stjórnmálum. .
Ingibjörg Pálmadóttir sagði af sér embætti heilbrigðis-og tryggingaráðherra og hætti í stjórnmálum..
Árni Magnússon sagði af sér embætti félagsmálaráðherra og hætti í stjórnmálum.
Halldór Ásgrímsson sagði af sér embætti forsætisráðherra og tilkynnti að hann mundi segja af sér sem formaður Framsóknarflokksins og hætta í stjórnmálum.
Jón Kristjánsson sagði af sér embætti félagsmálaráðherra.
Valgerður Sverrisdóttir sagði af sér embætti viðskipta-og iðnaðarráðherra og tók við embætti utanríkisráðherra.
Þetta er óvenju mikill flótti á stuttum tíma.
|