Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Hverjir verða ráðherrar 2007?

mánudagur, 1. desember 2003


Í tengslum við uppstokkun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins var tilkynnt um ráðstöfun tveggja embætta með löngum
fyrirvara, þ.e. skipan í embætti sendiherra í París  og ráðstöfun á embætti
forseta Alþingis! Ögmundur Jónasson,formaður þingflokks Vinstri
grænna,gagnrýndi þetta í útvarpsviðtali. Það var réttmæt gagnrýni. Það er
ósmekklegt,að tilkynna nú hver eigi að verða forseti Alþingis eftir 2 ár.
Það er Alþingi,sem kýs þingforseta. Ríkisstjórnin skipar ekki í það
embætti.Það er einnig óeðlilegt,að ríkisstjórnin  sé að tilkynna
sendiherraskipan eftir langan tíma í tengslum við stjórnarmyndun.
Sendiherrastöður eiga ekki að vera fyrir stjórnmálamenn,sem duga ekki í
ráðherraembættum.En stjórnarflokkarnir hafa verið svo lengi við völd,að þeir
telja sig geta ráðskast  með embætti að vild.Valdið spillir.

Of fáir ráðherrastólar?

 Svo virðist sem að þessu sinni hafi ekki verið nægilega margir
ráðherrastólar fyrir alla þá gæðinga Sjálfstæðisflokksins,sem koma þurfti í
slíka stóla.Því var gripið til þess ráðs að úthluta öðrum embættum í
leiðinni og lofað ráðherraembættum síðar. Aðeins einn ráðherrastóll
 "losnaði" strax en koma þurfti 3 þingmönnum fyrir í ráðherrastóla,þ.e.
Birni Bjarnasyni,Sigríði Önnu Þórðardóttur og Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur.Björn Bjarnason fær stólinn strax en Sigríði Önnu er lofað
stól eftir 15 mánuði og Þorgerði Katrínu um næstu áramót. Það er nýtt í
íslenskum stjórnmálum,að tilkynning um skipan í ráðherraembætti  sé  gefin
út með svo löngum fyrirvara  og hér á sér stað. Svo virðist sem Davíð hafi
viljað allt fyrir alla gera nú þegar hann er að undirbúa brottför sína úr
forsætisráðuneytinu.Merkilegt,að ekki skuli vera tilkynnt hverjir eigi að
verða ráðherrar árið 2007, eftir næstu kosningar!

Björn Bjarnason gefst upp

 Björn Bjarnason gefst nú upp á verkefni sínu  í borgarstjórn,þ.e. því
verkefni að leiða borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur þó
verið svo stutt í því hlutverki,að hann hefur tæplega sýnt enn hvort hann
ræður við það. Ósigur hans í viðureigninni við Ingibjörgu Sólrúnu sl.vor
hefur dregið úr honum allan kraft. Mun mörgum Sjálfstæðismönnum þykja það
svik,að Björn skuli fara úr hlutverki leiðtoga Sjálfstæðismanna svo skömmu
eftir kosningar  til  borgarstjórnar, einkum þegar haft er í huga,að  hann
flæmdi Ingu Jónu Þórðardóttur úr  embætti oddvita Sjálfstæðismanna.Margir
telja,að Inga Jóna hefði staðið sig betur en Björn í viðureigninni við
Ingibjörgu  Sólrúnu.Björn var að sjálfsögðu kosinn til fjögurra ára í
borgarstjórn og því var reiknað með að hann yrði leiðtogi Sjálfstæðismanna
þar út kjörtímabilið. Í viðtali við Morgunblaðið 3.febrúar 2002 var Björn
spurður að því hvort hann ætlaði að sitja út kjörtímabilið sem oddviti
Sjálfstæðismanna,ef  Ingibjörg Sólrún og R-listinn ynnu
borgarstjórnarkosningarnar. Hann svaraði: "Að sjálfsögðu.Ég er að bjóða mig
fram til starfa í borgarstjórn og hef ekki hugsað mér að tjalda til einnar
nætur." Nú svíkur Björn þetta fyrirheit sitt. Hann og aðrir sjálfstæðismenn
eru því að kasta steinum úr glerhúsi, er þeir gagnrýna Ingibjörgu Sólrúnu
fyrir að hasla sér völl í landsmálunum.


Sigríður  Anna gat tekið við

 Óánægja var orðin með Sólveigu Pétursdóttur sem dómsmálaráðherra og því var
hún látin hætta í ríkisstjórn.Ekki hefði þó þurft að sækja Björn Bjarnason
til þess að gegna því embætti,þar eð Sigríður Anna Þórðardóttir formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefði sem best getað gegnt embættinu. Hún er
mjög hæf kona og með mikla reynslu sem stjórnmálamaður. Hún hefði einnig
getað  tekið að sér   embætti menntamálaráðherra en hún gjörþekkir  skóla-og
menntamál. Vekur undrun,að nýr þingmaður,sem aðeins hefur setið eitt
kjörtímabil á þingi skuli tekinn fram yfir  Sigríði Önnu í embætti
menntamálaráðherra. Sigríður Anna hefur mun meiri þingreynslu.

Látinn hætta eftir 1 ár!

Tómas Ingi Olrich er látinn hætta sem menntamálaráðherra eftir aðeins 1 ár í
starfi og lofað sendiherrastöðu næsta vor!Um leið er honum hælt á hvert
reipi og sagt   að hann hafi staðið sig vel í starfi ráðherra. Ef það væri
rétt hefði hann ekki verið látinn hætta. Það er að sjálfsögðu mál
Sjálfstæðisflokksins hverja  flokkurinn velur í ráðherrastóla. En það er
óeðlilegt,að þeir sem ekki  duga  sem ráðherrar fái úthlutað  einhverjum
embættum í staðinn svo sem sendiherrastöðum.

 Stjórnarflokkurinn!

Alþingi kom saman fyrir skömmu og hélt stutt sumarþing. Þingmenn fengu
afgreidd kjörbréf eftir nokkrar deilur. Forsætisráðherra flutti stefnuræðu
og umræður urðu um hana. Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnina harðlega.
Ræða Össurar Skarphéðinssonar,formanns Samfylkingarinnar, vakti athygli
vegna þess,að hún var hörð og rökföst en einnig vegna þess,að hann talaði
alltaf í ræðu sinni um stjórnarflokkinn,þegar hann ræddi um
stjórnarflokkana.Þótti þetta táknrænt,þar eð svo virðist sem
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn séu að renna saman í eitt. Það er enginn
munur á flokkunum.

Björgvin Guðmundsson
viðskiptafræðingur




Birt í Morgunblaðinu 2003


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn