Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Villandi umræða um nýja kennarasamninga

föstudagur, 19. nóvember 2004

 

 

Það er mjög villandi hvernig fjölmiðlar og stjórnmálamenn fjalla um hina nýju kennarasamninga. Það er látið eins og samið hafi verið um himinháa hækkun  á launum.Og síðan er klifað á því hvað þetta verði mikill kostnaðarauki fyrir sveitarfélögin.

 

 Mér finnst í fyrsta lagi mjög villandi að leggja saman kauphækkanir næstu  fjögurra ára og segja,að samið hafi verið um mjög mikla  kauphækkun. Kennurum gagnast lítið kauphækkun.sem á að koma til framkvæma eftir 4 ár,þegar verðbólgan verður búin að éta upp allan aukinn kaupmátt samninganna og rúmlega það,miðað við verðbólguspár.Það er  miklu nær að tala um kauphækkun fyrsta árið: Kennarar fá 5.5% kauphækkun frá 1.oktober og 3% hækkun um áramót.Auk þess fá þeir 130 þús. kr. eingreiðslu “ svo fljótt sem mögulegt er”. Þetta eru þær hækkanir,sem eru í hendi á meðan verðbólgan æðir ekki áfram. ( Hún var komin af stað áður en þessir samningar voru gerðir.)1.ágúst næsta ár eiga að falla niður 3 launaflokkar úr svokölluðum “skólastjórapotti” ( sem skólastjórar máttu ráðstafa) og í staðinn eiga þessi flokkar að fara inn í launatöfluna,sem hækkar þá um 9,27%.Mö.o: Launin lækka um 3 flokka og hækka síðan  aftur um jafnmarga flokka.  En fjölmiðlar hafa talið  hækkun á launatöflu 1.ágúst n.k. að fullu með  umsömdum kauphækkunum rétt eins og skólasstjóraflokkar dyttu ekki út.Það stenst að sjálfsögðu ekki. Aðrar kauphækkanir,sem samið var um eru þessar: 75 þús. kr. eingreiðsla 1.júlí n.k. 2,5% hækkun 1.janúar 2006,2,25% hækkun  1.janúar 2007 og 2,25% hækkunn 1.janúar 2008 Þetta eru um  það bil 16% en ekki 25% eins og fjölmiðlar og vissir stjórnmálamenn hafa sagt. Það eru aðeins  fáir,sem ekki höfðu  launaflokka úr skólastjórapotti og fá því meiri hækkun en 16% nú.

 Þegar búið er að athuga hvað kennarar raunverulega sömdu um sést,að ekki var um miklar hækkanir að ræða. Þessir samningar ógna engum stöðugleika. Nær væri að athuga þá samninga,sem ríkið sjálft gerði við framhaldsskólakennara.Þeir samningar voru að sumu leyti fyrirmynd kennara í kjaradeilunni nú. Kennarar vildu fá svipuð kjör og framhaldsskólakennarar en fengu ekki. Þeir fengu lakari samninga.

 

  Samningar kennara eru aðeins mjög lítillega betri en miðlunartillaga sáttasemjara,sem var kolfelld af kennurum. Sniðnir voru nokkrir vankantar af miðlunartillögunni en mestu máli skipti að kennarar gátu sjálfir samið um kjör sín. Þeir þurftu því  ekki að sæta dómi gerðardóms samkvæmt þvingunarlögum óvinveitts ríkisvalds.Það þýðir ekki fyrir sveitarfélögin að kvarta vegna kostnaðar við nýjan samning. Það kostar verulega fjármuni  að halda uppi góðum skólum,góðu menntakerfi. Ef sveitarfélögin ráða ekki við það verða þau að láta ríkið taka við skólunum á ný.

 

Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn