Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Aflaheimildir fari á frjálsan uppboðsmarkað

föstudagur, 16. september 2011

Samtök atvinnulífsins og LÍÚ gera nú lokahríð að Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra og stóra kvótafrumvarpi hans.Þessir aðilar hafa sent alþingi álit á frumvarpinu og finna því allt til foráttu.ASÍ hefur einnig sent sams konar álit og það sama má segja um bankana. Þeir vara við samþykkt frumvarpsins og telja, að það geti skaðað bankana og leitt til verri lífskjara.

Ekki verður sagt, að álit framangreindra aðila komi á óvart nema þá helst álit ASÍ.En það er alveg sama hvaða frumvarp hefði verið lagt fram með tillögum um breytingar fiskveiðistjórnarkerfinu. Samtök atvinnurekenda hefðu alltaf verið á móti því og hið sama má segja um bankana.Þessi aðilar vilja hafa kerfið óbreytt.Útgerðarmenn vilja ekki missa neitt af þeim hlunnindum, sem þeir hafa í núverandi kerfi. Og atvinnurekendur og fjármálastofnanir standa vörð um hagsmuni útgerðarinnar.

Ríkisstjórnin hefur tvo kosti

Hvað kosti hefur ríkisstjórnin í stöðunni? Hún hefur tvo kosti: Hún getur keyrt kvótafrumvarpið í gegn með einhverjum breytingum. Eða hún getur dregið það til baka og lagt fram nýtt frumvarp.Ég tel, að stjórnin eigi að velja síðari kostinn. Hún getur gert það á þeim forsendum, að borist hafi svo margar neikvæðar umsagnir um frumvarp Jóns Bjarnasonar, að ekki sé verjandi að keyra það í gegn.Hvað á þá að koma í staðinn? Það er of seint að endurvekja fyrningarleiðina og lítill áhugi á henni. Ég tel ekki koma til greina að láta meira undan útgerðarmönnum með því til dæmis að lengja nýtingartímann.Það eina sem ég tel koma til greina er uppboðsleiðin, það er að setja aflaheimildir á uppboðsmarkað.Þá mundu allir sitja við sama borð og hafa jafna möguleika á því að bjóða í aflaheimildirnar.Eðlilegast væri að innkalla aflaheimildir í áföngum til þess að milda áhrifin gagnvart handhöfum kvóta.Það er matsatriði hvað áfangarnir ættu að vera margir og hvað mikið væri innkallað í hverjum áfanga.Það sem væri innkallað færi á uppboðsmarkað.Með þessari leið væri orðið við kröfum Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að afnema misrétti við framkvæmd fiskveiðistjórnunarinnar en nefndin telur að misréttið hafi verið svo mikið , að um mannréttindabrot hafi verið að ræða.

Margir sérfræðingar með uppboðsleiðinni

Minnihluti sáttanefndarinnar lagði til uppboðsleið ( tilboðsleið) í nefndinni.Margir hagfræðingar hafa mælt með þessari leið.Lögspekingarnir Sigurður Líndal og Þorgeir Örlygsson telja,að þessi leið standist ákvæði stjórnarskrárinnar enda verði uppboðsleiðin farin í áföngum.Þessi leið er því fær og eina eðlilega leiðin nú út úr þeim ógöngum, sem kvótamálið er komið í.

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu 14.sept.2011



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn