|
Lætur Framsókn beygja sig?þriðjudagur, 6. mars 2007
|
Sérkennileg deila er nú risin milli stjórnarflokkanna, íhalds og Framsóknar.Deilt er um það hvort setja eigi ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á fiskinum í sjónum. Ákvæði um þetta efni er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og þar tekið skýrt fram, að setja eigi á kjörtímabilinu í stjórnarskrá ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindinni í sjónum. En ekki hefur verið staðið við þetta ákvæði, þegar 10 dagar eru eftir af starfstíma þingsins. Sá þingmaður Framsóknar, sem benti fyrstur á það, að standa yrði við umrætt ákvæði stjórnarsáttmálans var Kristinn H.Gunnarsson ( hann var þá enn í framsókn. En ekki var hlustað á hann í því máli fremur en öðrum. Framsóknarmenn hefðu betur hlustað á Kristin strax. Þá væru þeir ekki í þessum vandræðum í dag.
Átti að svíkja ákvæðið?
Hvernig má það vera, að ekki sé enn búið að efna þetta ákvæði stjórnarsáttmálans. Sif Friðleifsdóttir lýsti því yfir á nýafstöðnu flokksþingi Framsóknarflokksins, að ef umrætt ákvæði yrði ekki efnt mundi það kosta stjórnarslit. Það er vitað, að Sjálfstæðisflokkurinn stendur í vegi fyrir efndum á þessu ákvæði og því væri það rökrétt, að Framsókn slyti stjórnarsamstarfinu, ef Sjálfstæðisflokkurinn léti sig ekki í málinu. Það vill Sif. Ekkert bólar á því, að Sjálfstæðisflokkurinnn gefi sig í þessu máli .Ef Framsókn gefur sig eftir stóru orðin missir flokkurinn þann litla trúverðugleika sem flokkurinn á eftir.En það væri eftir öðru, að Framsókn léti beygja sig í þessu máli. Íhaldið hefur beygt Framsókn í hverju málinu á fætur öðru. Frægast var þegar Davíð beygði Halldór í málinu varðandi Þjóðhagsstofnun. Davíð ákvað að leggja stofnunina niður áður enn hann talaði við Framsókn. Og enda þótt Framsókn væri á móti því að leggja stofnunina niður svínbeygði Davíð Framsókn í málinu. Fer eins í þessu máli? Beygir íhaldið Framsókn og kemur í veg fyrir, að ákvæðið um þjóðareign á auðlindinni fari inn í stjórnarskrá?
Björgvin Guðmundsson | Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|