Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Þjóðarbúið skuldugra erlendis en nokkru sinni fyrr,segir Steingrímur J.Sigfússon

fimmtudagur, 11. mars 2004

 

 

Umræður urðu  á alþingi 10.mars sl. um  erlendar skuldir Íslands. Steingrímur J.Sigfússon þingmaður og formaður VG sagði,að þjóðarbúið væri nú skuldugra erlendis en nokkru sinni fyrr og hefðu hreinar erlendar skuldir farið í 100% landsframleiðslu árið  2001. Erlendar skuldir væru alls á annað þúsund milljarðar króna og færu vaxandi.

 

Skuldir heimilanna 820 milljarðar

 

Steingrímur var málshefjandi í umræðunni. Sagði hann,að matsfyrirtæki og erlendar efnahagsstofnanir hefðu hvað eftir annð beint sjónum sínum að miklum erlendum skuldum Íslands. Einkum væru það skammtímaskuldir,sem vektu athygli þessara aðila.Það eru einkum  atvinnufyrirtæki,sveitarfélögin og heimilin,sem hafa safnað gríðarlegum skuldum undanfarið,sagði Steingrímur. Ríkissjóður og Seðlabanki hafa hins vegar bætt stöðu sína. Skuldir heimilanna við lánakerfið voru áætlaðar um 820 milljarðar í lok árs 2003 eða rúmlega 180% af ráðstöfunartekjum.Steingrímur J. Sigfússon sagði,að helst væru það Danir og Hollendingar sem væru jafnokar okkar í skuldasöfnun erlendis. Þessi mikla skuldasöfnun erlendis veldur áhyggjum hjá Seðlabankanum. Las Steingrímur upp á alþingi hluta úr bréfi frá Seðlabankanum,þar sem bankastjórnin lýsir áhyggjum yfir hröðum vexti   útlána hjá bönkunum og mikilli erlendri fjármögnun til skamms tíma.

 

300 milljarða skuldaaukning banka sl. ár

 

Forsætisráðherra,Davíð Oddsson sagði,að erlendar skuldir viðskiptabankann hefðu aukist um 300 milljarða  sl.ár. Hins vegar hefði ríkið verið að greiða niður skuldir sínar á síðustu árum.Ráðherrann sagði,að full ástæða væri til þess að vara við því,að of geyst væri farið í erlendum lántökum með breytilegum vöxtum. Vextir væru nú lágir en allt benti til,að þeir mundu hækka er fram liðu stundir og mundi þá vaxtabyrði lánanna aukast að sama skapi. Við þetta gæti bætst gengisáhætta,sérstaklega hjá þeim fyrirtækjum,sem ekki hefðu tekjur í erlendri mynt. Ráðherra sagði,að stór hluti erlendra lána hefði farið í að fjármagna yfirtökur fyrirtækja, t.d. skuldsettar yfirtökur og umbrot á fjármálamarkaði hér.

 

 

“ ...þjóðarbúið væri nú skuldugra erlendis en nokkru sinni fyrr og hefðu hreinar erlendar skuldir farið í 100% af landsframleiðslu árið 2001.Erlendar skuldir væru alls á annað þúsund milljarðar króna og færu vaxandi.”

 

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn