Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Lífeyrir lægri hér en í OECD ríkjum

sunnudagur, 8. apríl 2007

 

Það er verið að eyðileggja lífeyriskerfi landsmanna.Ríkið tekur hátt í 70% af lífeyrinum í skatta og skerðingar.Árið 2004 voru meðaltekjur lífeyrisþega frá lífeyrissjóðum um 58.000 krónur á mánuði. Helmingur lífeyrisþega var með minna en 35.000 krónur á mánuði í lífeyri. Ef lagður er saman lífeyrir lífeyrisþega frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum kemur í ljós,að  meðaltekjur lífeyrisþega  heild eru 154 þúsund krónur á mánuði.Allur lífeyrir, hvort sem er frá lífeyrissjóði eða almannatryggingum, er skattlagður eins og um atvinnutekjur sé að ræða. Lífeyrir frá almannatryggingum er skertur vegna atvinnutekna,sem fara yfir 25 þúsund á mánuði og hann er skertur  vegna lífeyrissjóðstekna.Aðeins grunnlífeyrir skerðist ekki vegna tekna úr lífeyrissjóði.Meira að segja lífeyrir  frá almannatryggingum sætir skerðingu vegna lífeyris  maka úr lífeyrissjóði en sú skerðing er  að mínu mati brot á stjórnarskránni. Miklar skerðingar og skattar eru að eyðileggja lífeyriskerfið.

 

Ávinningur af lífeyrissjóðunum takmarkaður

!

 

 

. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var reiknað með því, að lífeyrir úr þeim yrði alger viðbót fyrir lífeyrisþega.Lífeyrir úr lífeyrissjóði átti ekki að skerða lífeyri frá almannatryggingum. En það hefur farið á annan veg. Ávinningur af lífeyrissjóðunum er mjög takmarkaður vegna skerðinga og skatta ríkisvaldsins.

Ef lífeyrir Íslendinga er borinn saman við lífeyri í OECD löndum kemur í ljós,að hann er lægri hér en sem nemur meðtaltalinu í OECD löndum. Lífeyrir, sem hlutfall af meðallaunum, er 66% hér á landi en 69% hjá OECD. Ef litið er á hlutfall af verkamannalaunum kemur í ljós,að lífeyrir hér er 57% af verkamannalaunum en 59% af verkamannalaunum hjá OECD.

 

Skerðingar mikið meiri hér en annars staðar

 

Miklar skerðingar á lífeyri aldraðra þekkjast ekki í nágrannalöndum okkar. Þetta er einstakt fyrir Ísland. Það mætti halda, að Ísland væri fátækt land, sem þyrfti af þeim sökum að íþyngja eldri borgurum.

Í Svíþjóð halda ellilífeyrisþegar öllum sínum bótum óskertum þrátt fyrir aðrar tekjur. Og í Danmörku mega þeir hafa 50 þúsund króna atvinnutekjur án þess að sæta skerðingu. Skerðing verður þar aldrei meiri en 30%. Engin skerðing verður þar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði, ekki heldur hjá maka. 70% ellilífeyrisþega í Danmörku eru með  fullar og  óskertar  bætur. Í Svíþjóð er hlutfallið 100%.Engin skerðing sem fyrr segir.

 

Aðeins 1% ellilífeyrisþega fær fullar bætur á Íslandi

 

En á Íslandi  fær aðeins 1% ellilífeyrisþega fullar og óskertar bætur.Þannig fer ein ríkasta þjóð heims með  eldri borgarana í sínu landi.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 23.apríl 2007

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn