Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Góð ferð Ingibjargar Sólrúnar til Miðausturlanda

mánudagur, 30. júlí 2007

Ferð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur,utanríkisráðherra, til Miðausturlanda var gott framtak hjá  ráðherranum.Ferðin  var farin til  þess að afla upplýsinga i þessum heimshluta svo Ísland gæti mótað  sjálfstæða stefnu  í málefnum Ísraels  og Palestínu- Araba.Á þessum slóðum er alger púðurtunna, sem getur spillt heimsfriðnum   hvenær sem er. Það skiptir allar þjóðir heims máli hvernig mál Ísraelsmanna  og Palestínuaraba skipast.Margir telja, að lítil þjóð eins og Íslendingar geti ekki haft nein áhrif á deilur Ísraelsmanna og Palestínuaraba.En Norðmenn hafa afsannað þá kenningu.Þeim tókst að gegna hlutverki sáttasemjara í deilu þessara   aðila og  fyrir tilstuðlan þeirra var hið fræga Óslóarsamkomulag gert.Það er síðan önnur saga, að lítið hefur komið út úr því samkomulagi. En deiluaðilar treystu  Norðmönnum og sennilega er auðveldara fyrir lítil ríki að gegna hlutverki sáttasemjara í þeirri erfiðu deilu,sem um er að ræða, heldur en stórveldin og  þau ríki sem   tekið hafa eindregna afstöðu með öðrum hvorum deiluaðila.Það er virðingarvert,að  utanríkisráðherra skuli leggja á sig erfiða ferð  til Miðausturlanda til þess að geta betur en ella markað sjálfstæða stefnu í málefnum þessara landa og þurfi ekki að vera algerlega háð upplýsingum annarra ríkja.

 

Hefur Ísland hlutverki að gegna?

 

Nokkrir þingmenn á þingi Ísraels hreyfðu  því í viðtölum við Ingibjörgu Sólrúnu , að ef til vill gæti Ísland tekið að sér hlutverk sáttasemjara í deilu Ísraelsmanna og Palestínuaraba.Utanríkisráðherra hefur aðeins sagt í því sambandi, að öll ríki heims ættu að reyna að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að að stuðla að friði fyrir botni Miðjarðarhafs.

Ögmundur Jónasson,þingmaður Vinstri grænna hefur gagnrýnt það, að Ingibjörg Sólrún skyldi ekki ræða við Hamassamtökin, þar eð þau hafi fengið mest fylgi í þingkosningunum í Palestínu.Ingibjörg Sólrún ræddi við Peres, forseta Ísraels, og Abbas,forseta Palestínuaraba. Hún ræddi við löglega kjörna þjóðhöfðingja beggja þessara þjóða  svo og  ráðherra og þingmenn þeirra.Hún gerði sér far um að kynnast  sjónarmiðum beggja aðila en hún blandaði sér ekki í innbyrðis deilur  Palestínuaraba..Hamas hafa með vopnavaldi náð yfirráðum á Gaza Það var því útilokað, að utanríkisráðherra Íslands ræddi við þau samtök..Ég tel, að hún hafi haldið rétt á málum í því efni.Ögmundur Jónasson telur, að  Ingibjörg Sólrún sé að þóknast Bandaríkjamönnum og Ísraelsmönnum með því að ræða ekki við Hamassamtökin.Það tel ég ekki vera. Enda þótt Ísland hafi oft áður fylgt Bandaríkjamönnum að málum í utanríkismálum er ekki þar með sagt, að Ísland geri það áfram með nýrri ríkisstjórn og nýjum utanríkisráðherra. Ég geri mér vonir um, að utanríkisstefna Íslands verði sjálfstæðari  í framtíðinni og ferð utanríkisráðherra til Miðausturlanda er liður í  því að marka  slíka stefnu,að mínu mati.

 

Írak:Mestu mistök í utanríkismálum

 

Ingibjörg Sólrún fór einnig til Jórdaníu  en þar er mikill fjöldi flóttamanna frá Írak. Heimsótti ráðherrann sjúkrahús í Jórdaníu og kynntist þar hörmulegum afleiðingum stríðsins í Írak og afleiðingum þess. Er talið, að allt að 700 þúsund flóttamenn frá Írak séu í Jórdaníu.Það hlýtur að hafa tekið á íslenska utanríkisráðherrann að sjá með eigin augum  afleiðingar Íraksstríðsins á sjúkrahúsum í

Jórdaníu, vitandi það að Ísland lýsti yfir stuðningi við innrásina í Írak.Sennilega  er stuðningur Íslands við innrásina í

Írak mestu mistök Íslands í utanríkismálum fyrr og síðar. Ábyrð þeirra stjórnmálamanna,sem ákváðu stuðning Íslands við innrás í  Írak er mikil.

Ferð Ingibjargar Sólrúnar til Miðausturlanda hefur tekist vel og mun áreiðanlega verða til góðs.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu 30 júlí 2007

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn