|
Agnes Bragadóttir kemur Geir Haarde og Jóni Sigurðssyni til hjálparlaugardagur, 17. mars 2007
| Morgunblaðið birti athyglisverða forustugrein um auðlindamálið í gær. Þar gagnrýnir blaðið ríkisstjórnina harðlega fyrir að afgreiða ekki breytinguna á stjórnarskránni og setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum inn í stjórnarskrána.Segir Morgunblaðið, að ríkisstjórnin geti ekki kennt stjórnarandstöðunni um lyktir málsins.Þessi leiðari vakti mikla athygli,þar eð það er ekki á hverjum degi sem Morgunblaðið gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega. En ljóst er,að Morgunblaðið hefur fengið bágt fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið Morgunblaðið á beinið. Í dag bregður svo við,að á forsíðu Morgunblaðsins kveður við allt annan tón en í forustugreininni. Þar skrifar Agnes Bragadóttir grein og tekur upp hanskann fyrir ríkisstjórnina og segir,að lyktir auðlindamálsins séu stjórnarandstöðunni að kenna. Kemur hún með furðulega kenningu um það,að Össur Skarphéðinsson hafi komið með brellu sem ríkisstjórnin hafi séð við. Þessi kenning Agnesar er óskiljanleg. Jón Sigurðsson formaður Framsóknar tók það hvað eftir annað fram,að það væri ekki á dagskrá að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um auðlindamálið. Það þýðir því ekki að koma eftir á og saka stjórnarandstöðuna um að hafa ekki viljað samstarf við ríkisstjórnina. Sjálfstæðisflokkurinn hafði lítinn áhuga á því að afgreiða auðlindamálið. Framsókn vildi afgreiða það en lét íhaldið semja tillögungreinina sem var svo óskiljanleg , að allir lögspekingar landsins lögðust gegn henni. Nokkrir þingmenn íhaldsins voru á móti tillögunni. Þegar svo var komið þorði ríkisstjórnin ekki að afgreiða málið án samþykkis stjórnarandstöðunnar. Fyrst vildi stjórnin ekki samráð við stjórnarandstöðuna en þegar allt var komið í óefni átti stjórnarandstaðan að skera stjórnina niður úr snörunni!
Björgvin Guðmundsson | Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|