Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Framsókn verkfæri Sjálfstæðisflokksins

fimmtudagur, 13. október 2005

 

 

Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi  forsætisráðherra, gagnrýnir Framsóknarflokkinn harðlega í athyglisverðu viðtali ,sem birtist við hann 3.oktober sl í Blaðinu.Steingrímur segir: “ Mér finnst Framsóknarflokkurinn hafa verið um of verkfæri Sjálfstæðisflokksins.”

 

Láta íhaldið ráða ferðinni

 

Þetta eru eftirtektarverð ummmæli.Ég hefi bent á þetta  sama í mörgum greinum mínum,t.d. hvernig Framsókn lét Sjálfstæðisflokkinn ráða ferðinni í Íraksmálinu og þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður. En þegar fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segir þetta sama hljóta menn leggja við hlustir og sjá þetta er rétt.

Steingrímur segir: Þegar ég ólst upp í Framsóknarflokknum heyrði ég mikið talað um félagshyggju,samhjálp og velferðarkerfi,sem byggði á félagshyggju. Þessi orð heyrast varla nefnd í dag..Ég spyr  mig stundum: Hver er hugsjónin?

 

Á móti græðginni

 

Steingrímur gagnrýnir græðgisþjóðfélagið og  segir,að menn séu jafnvel farnir boða græðgi  nauðsynleg til þess efnahagslífið blómstri. Þetta vil ég ekki samþykkja.Við þurfum standa gegn græðginni.”Steingrímur gagnrýnir einnig ráðgerðar skattalækkanir og segir,að stjórnmálamenn eigi ekki lækka skatta þegar þeir geti ekki séð fyrir þörfum fólksins.Þá gagnrýnir hann einnig eftirlaunalögin,sem hækkuðu eftirlaun stjórnmálamanna. Einnig gagnrýnir Steingrímur stefnu ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum og efnahagsmálum. Hann segir,að stjórnina vanti hugsjón og stefnu á sviði umhverfismála.

 

Er Steingrímur orðinn jafnaðarmaður?

 

Þegar viðtalið við Steingrím er lesið sést,að furðumikið í skoðunum hans  er samhljóða skoðunum jafnaðarmanna í Samfylkingunni. Steingrímur gagnrýnir græðgina og misskiptinguna í þjóðfélaginu en það er einmitt rauði þráðurinn í málflutningi og stefnu Samfylkingarinnar. Og hann gagnrýnir Framsókn fyrir þjónkun við Sjálfstæðisflokkinn.Steingrímur Hermannsson er mjög merkur stjórnmálamaður. Hann er síðasti formaður Framsóknarflokksins,sem hélt tryggð við hina gömlu stefnu Framsóknar,samvinnustefnu og félagshyggju. Núverandi forysta Framsóknarflokksins hefur varpað þeirri stefnu fyrir róða og tekið upp ómengaða íhaldsstefnu. Það er einmitt þess vegna sem stjórnarsamstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hefur staðið svo lengi. Það er vegna þess,að Framsókn fylgir stefnu Sjálfstæðisflokksins í einu öllu. Þetta á við um einkavæðingu,þetta á  við í skattamálum og þetta á við í félagsmálum.Það hefur haft forgang að lækka skatta atvinnurekenda og hátekjumanna.Og í félagsmálum hafa félagsleg gildi verið látin lönd og leið Félagslegas íbúðakerfið lagt niður og níðst á öldruðum og öryrkjum í kjaralegu tilliti.

 

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 13.oktober 2005

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn