|
Opið bréf til Árna Páls Árnasonarföstudagur, 24. maí 2013
| Sæll Árni Páll!
Ég sendi þér þetta opna bréf sem formanni Samfylkingarinnar.Ég hefi verið félagsmaður í hreyfingu jafnaðarmanna í 64 ár, í Alþýðuflokknum og í Samfylkingunni. Ég fagnaði sameiningu jafnaðarmanna, þegar Samfylkingin var stofnuð.Sundrungin hafði nógu lengi skaðað hreyfingar jafnaðarmanna.Mér finnst því sárgrætilegt að horfa upp á mjög slæma útkomu Samfylkingarinnar í nýafstöðnum þingkosningum, þar sem Samfylkingin fær mjög lítið fylgi, aðeins svipað fylgi og Alþýðuflokkurinn einn hafði .Fylgi Samfylkingarinnar hefur hrunið.
Svikin kosningaloforð
Hver er ástæðan fyrir þessari hörmulegu útkomu? Ég tel ástæðurnar eftirfarandi: Samfylkingin tók að sér erfitt verkefni í ríkisstjórn eftir hrunið haustið 2008. Grípa þurfti til skattahækkana og niðurskurðar ríkisútgjalda, sem ásamt gengisfalli krónunnar skerti verulega lífskjör almennings. En þó mikill sársauki hafi hlotist af þessum ráðstöfunum eru þær ekki eina ástæða fylgistaps Samfylkingarinnar.Ástæðurnar eru einnig eftirfarandi: Samfylkingin stóð ekki við mjög stór kosningaloforð, sem færðu henni mikið fylgi. Þar nefni ég fyrst loforðið um að fyrna aflaheimildir á 20 árum og endurúthluta á sanngjarnan og réttlátan hátt.Ekki var staðið við þetta loforð heldur þvert á móti: Ríkisstjórnin vildi úthluta veiðiheimildum til meira en 20 ára til handhafa kvótanna! Af þessum sökum hefur Samfylkingin tapað miklu fylgi. Samfylkingin lofaði að verja velferðarkerfið eins vel og þess væri kostur. Það tókst ekki nægilega vel. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu var alltof mikill, einkum úti á landi. Niðurlagning Líknardeildar Landakots er mjög ámælisverð, svo og niðurlagning St.Jósefsspítala. Niðurskurður almannatrygginga gekk of langt.Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi 1.júlí 2009, var mjög tilfinnanleg en hún bættist við frystingu á lífeyri aldraðra.Á sama tíma og lægstu laun hækkuðu voru bætur aldraðra og öryrkja frystar. Kjaraskerðingin 2009 var tímabundin. Því átti að afturkalla hana fyrir þingkosningarnar 2013. Ég spyr? Hvers vegna var það ekki gert? Ríkisstjórnin lofaði að setja nýja stjórnarskrá.Ekki var staðið við það.Ekki þýðir að kenna stjórnarandstöðunni alfarið um það. Sökin liggur einnig hjá stjórnarflokkunum.
Ábendingar hundsaðar
Ég tek undir , að ekki var gert nægjanlega mikið til þess að leysa skuldavanda heimilanna. Eins og fram kemur í þessu bréfi til þín tel ég þó mörg fleiri mál vigta þungt í “syndaregistri” ríkisstjórnarinnar.Þegar þú bauðst þig fram til formanns í Samfylkingunni kvaðst þú vilja fara nýjar leiðir, hlusta á flokksmenn og kjósendur og fá ábendingar frá þeim.Ég sendi þér margar ábendingar fyrir kosningarnar en þú tókst ekki mark á neinni þeirra. Ég óskaði eftir að Samfylkingin afturkallaði kjaraskerðinguna frá 2009.Það var ekki gert.Það hefur kostað Samfylkinguna fjölda atkvæða.Ég sendi þér ábendingu 17. apríl um, að þú létir það koma skýrt fram í þínum málflutningi, að Samfylkingin vildi bæta hag þeirra,sem stæðu höllum fæti, láglaunafólks,aldraðra og öryrkja.Þú hundsaðir þessa ábendingu. Kjaranefnd Félags eldri borgara skoraði á þig eftir að þú tókst við formannsembætti í Samfylkingunni að þú beittir þér fyrir afturköllun á kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja en þú svaraðir ekki þessari áskorun.Vinnubrögð þín voru því alveg hin sömu og annarra forustumanna Samfylkingarinnar.Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hundsaði allar ályktanir eldri borgara um kjarabætur. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar alþingis sagði þvert nei, þegar við fulltrúar kjaranefndar FEB gengum á hennar fund og báðum um leiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja.Hún talaði eins og sá, sem valdið hefur. ( Ég hugsaði: Vald spillir) Enginn á alþingi tók eins illa á móti okkur eins og Sigríður Ingibjörg.Eftir slíka framkomu og neikvæða afstöðu forustumanna Samfylkingarinnar til allra kjaramála aldraðra og öryrkja ( nema frv. um almannatryggingar) þarf Samfylkingin ekki að vera hissa á slæmri útkomu í nýafstöðnum þingkosningum.Samfylkingin var búin að vera of lengi í ríkisstjórn.Hún var orðin valdaflokkur, sem tók ekki tillit til fólksins, sem hún átti að berjast fyrir.
Samfylkingin verður að breyta algerlega um vinnubrögð. Hún verður að fara að berjast fyrir þá,sem hún á að vinna fyrir, fyrir láglaunafólk,þá,sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni,fyrir aldraða og öryrkja o.fl..Eða eins og ég sagði í skeyti til þín Árni Páll 17. apríl:
Það þarf að koma skýrt fram, að Samfylkingin beri hag þeirra,sem standa höllum fæti,fyrir brjósti.Þú þyrftir að segja: Samfylkingin vill bæta hag þeirra,sem standa höllum fæti.Hún vill bæta kjör láglaunafólks, aldraðra og öryrkja.Það má aldrei vera neinn vafi á því fyrir hvað jafnaðarmenn standa.Því miður fórstu ekki eftir þessari ábendingu. Samfylkingin hefur villst af leið. Koma verður henni á rétta braut aftur.Árni Páll! Það er þitt hlutverk að tryggja, að svo verði.
Björgvin Guðmundsson
Birt í Mbl. 24.mai 2013
Leyfilegur hámarksfjöldi tákna: 5000 | Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|