Mikil óánægja er nú með “samkomulag” ríkisstjórnar og Landssambands eldri borgara um kjör eldri borgara.Málið hefuir verið mikið rætt á útvarpsstöðvunum,einkum á Útvarpi Sögu en mikill fjöldi fólks hringir alltaf í þá útvarpsstöð og segir álit sitt á málefnum líðandi stundar.Hafa allir,sem tjáð hafa sig um “samkomulagið”, undantekningarlaust verið mjög óánægðir með það. Eldri borgurum finnst eins og þeir hafi verið blekktir. Þeir benda á,að hækkunin á lífeyri aldraðra sé nánast sú sama eða minni en ASÍ samdi um í júní og tilskilið var, að eldri borgarar fengju og því hafi ekkert komið út úr samkomulagi LEB og ríkisstjórnar til viðbótar varðandi hækkun á lífeyri.Sumir eldri borgarar,sem hringt hafa í Útvarp Sögu segja,að þeir fái aðeins nokkrar krónur út úr “samkomulaginu”.
Hafði LEB ekkert umboð?
Eldri borgarar,sem hringt hafa í útvarpsstöðvarnar gagnrýna einnig harðlega að Landsamband eldri borgara skuli hafa samið við ríkisstjórnina. Telja þeir að LEB hafi ekki haft neitt umboð til slíkra samninga. Landasamband eldri borgara hafi ekkert samningsumboð fyrir eldri borgara.Í Landssambandinu sé aðeins hluti eldri borgara og eldri borgarar yfirleitt hafi ekki gefið LEB neitt umboð til samninga.
Menn eru mjög hissa á því ,að Ólafur Ólafsson formaður LEB skuli hafa skrifað undir samkomulag við ríkisstjórnina, þar eð samkomulagið færi öldruðum sáralítið og hann hafi ekki haft umboð til að skrifa undir.
“Lofa” mörg ár fram í tímann
Þá gagnrýna margir eldri borgarar,að ríkisstjórnin skuli gera “samkomulag”,sem gildi til margra ára þegar ríkisstjórnin eigi aðeins eftir 9 mánuði af valdatímabili sínu.Telja menn það alveg út í hött að ríkisstjórnin sé að “lofa” einhverjum aðgerðum í málefnum aldraðra langt fram í tímann.Nær hefði verið að ríkisstjórnin gerði meira á meðan hún er við völd.
Einar Árnason hagfræðingur eldri borgara hefur komið fram í fjölmiðlum og sagt,að “samkomulagið” við eldri borgara sé ekkert samkomulag! Fulltrúar LEB hafi skrifað undir nefndarálit með fyrirvara og lýst yfir,að þetta væri aðeins fyrsta skref á langri göngu. En hvað sem ummælum Einars líður þá var “samkomulagið” kynnt af forsætisráðherra og formanni LEB í fjölmiðlum með miklum lúðrablæstri sem samkomulag. Og almenningur skildi það þannig,að um samkomulag væri að ræða. En spurningin er aðeins sú hvort fulltrúar LEB höfðu heimild til þess að skrifa undir samkomulagið.Ég óskaði eftir því áður en gengið var frá samkomulaginu,að ekki yrði skrifað undir og sagði sporin frá nóvember 2002 hræða. Þá var skrifað undir smánarsamninga,sem fulltrúar eldri borgara sáu eftir að hafa skrifað undir..
Björgvin Guðmundsson
|