Bókaútgáfa Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar
Bætum lífi við árin - greinasafn
Á að svíkja öryrkja eina ferðina enn?
þriðjudagur, 2. nóvember 2004
Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2005 er nánast tilbúið og verður lagt fyrir alþingi,þegar það kemur saman í byrjun oktober.Ekki er þar að finna viðbótar framlag til öryrkja til þess að standa við samkomulagið við þá.Er því ljóst,að ríkisstjórnin ætlar að svíkja öryrkja eina ferðina enn. Heilbrigðisráðherra sagði í fyrra,þegar hann sveik öryrkja um 500 millj. kr. að hann mundi efna samkomulagið að ári,þ.e. núna.En hann hefur verið beygður af íhaldinu. Fráfarandi forsætisráðherra sagði í viðtali við fjölmiðla,að öryrkjar fengju ekki meiri peninga. Það er því alveg ljóst,að það á að svíkja öryrkja um þessar 500 milljónir enda þótt Jón Kristjánsson hafi viljað standa við samkomulagið og hafi viljað láta öryrkja fá þessa peninga eins og um hafði verið samið. En Jón fær þessu ekki ráðið. Hann ætti því að segja af sér í mótmælaskyni.
Fara öryrkjar í mál?
Öryrkjar munu ætla í mál við ríkisvaldið enn á ný, ef ekki verður staðið við samkomulagið við þá. Þeir munu bíða fram undir áramót til þess að sjá hvort ríkisstjórn eða alþingi breytir fjárlagafrumvarpinu til þess að unnt verði að standa við samkomulagið við öryrkja. En ef fjárlagafrumvarpið verður ekki leiðrétt að þessu leyti fara öryrkjar í mál og eru öryggir með að vinna það.Er það ekki gott fyrir ríkisstjórnina, ef það spyrst einu sinni enn til útlanda, að ríkisstjórni sé að níðast á öryrkjum og brjóta á þeim samkomulag.
Hvað var samið um?
Í umræðum um samkomulag öryrkja við ríkisstjórnina,hafa stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar gefið í skyn,að það hafi verið eitthvað óljóst hvað samið hafi verið um,þar eð samkomulagið hafi verið munnlegt.Á þessum forsendum hafa stjórnarliðar reynt að halda því fram,að þeir væru að efna samkomulagið með því að láta 1 milljarð í það,þegar kostnaðurinn er 1 ½ milljarður. Meira að segja Jón Kristjánsson hefur fallið í þennan pytt í röksemdafærslu.
Reiknað út mánuði fyrir kosningar
En það lá fyrir löngu fyrir kosningar 2003 hver kostnaðurinn yrði við það að efna samkomulagið að fullu.Heilbrigðis-og tryggingaráðuneytið ritaði Tryggingastofnun ríkisins bréf 9.apríl 2003. og óskaði eftir að reiknað yrði út hvað framkvæmd samkomulagsins kostaði. Tekið var fram,að grunnlífeyrir þeirra,sem yrðu öryrkjar 18 ára ætti að tvöfaldast. En síðan ætti hækkun grunnlífeyris að skerðast um 421 kr. fyrir hvert ár,sem aldur öryrkja hækkaði um þar til náð væri 67 ára aldri en þá yrði engin hækkun. ( Ávallt miðað við það hvenær menn yrðu öryrkjar).Þessi atriði samkomulagsins eru alveg skýr og hafa alltaf legið fyrir. Það tók Tryggingastofnun 2 daga að reikna út kostnaðinn. Hann lá fyrir 11.apríl 2003 og var alls 1.528.800 kr. Kostnaður upp á hálfan annan milljarð lá því fyrir mánuði fyrir kosningar.Það þýðir því ekki fyrir stjórnarliða að koma nú og segja,að samkomulagið hafi verið eitthvað óljóst.Það var alveg skýrt og kostnaður við framkvæmd þess lá nákvæmlega fyrir 11.apríl 2003.
Björgvin Guðmundsson
Birt í Morgunblaðinu 2.nóvember 2004
ArGoSoft Mail Server Pro for WinNT/2000/XP, Version 1.8 (1.8.6.0)