|
Ríkisstjórn og Seðlabanki ráða ekki við verðbólgunamiðvikudagur, 12. apríl 2006
|
Ríkisstjórn og Seðlabanka hefur algerlega mistekist að halda verðbólgunni í skefjum.Seðlabankinn hefur stanslaust hækkað stýrivexti í þeim tilgangi að halda verðbólgu í skefjum.En svo virðist sem áhrifin af vaxtahækkunum Seðlabankans hafi verið sáralítil. Vaxtahækkanirnar hafa leitt til gengishækkunar krónunnar með slæmum afleiðingum fyrir útflutningsatvinnuvegina. En innflytjendur hafa ekki lækkað verð á innfluttum vörum eins og þeir hafa átt að gera við hátt gengi krónunnar. Þeir eru fljótari að hækka verða innfluttra vara þegar gengi krónunnar lækkar.
Kjarasamningar í hættu
Verðbólgan er nú orðin 5,5% samkvæmt tölum Hagstofunnar,sem birtar voru 12.apríl sl. Þetta er langt yfir viðmiðunarmörkum Seðlabankans og aðila vinnumarkaðarins en þau mörk eru 2,5%. Hafa talsmenn verkalýðshreyfingarinnar sagt að undanförnu, að kjarasamningar verði í uppnámi næsta haust vegna þessarar miklu verðbólgu.Hagstofan segir, að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 2,2%,sem jafngildi 9,1% verðbólgu á ári.
Enginn stöðugleiki
Ríkisstjórnin talar alltaf um að mikill stöðugleiki sé í efnahagsmálum hér á landi. En þetta eru hin mestu öfugmæli. Gengið er á flengfart.Krónan ýmist hækkar eða lækkar. Þetta er mjög slæmt fyrir þá aðila sem þurfa að skipuleggja langt fram í tímann eins og ferðaiðnaðinn og ýmsa útflutningsaðila.Viðskiptahalli er meiri en nokkru sinni áður á lýðveldistímanum.Hinar miklu framkvæmdir við Kárahnjúka og víðar valda gífurlegri þenslu í þjóðfélaginu og geta valdið ofhitnun. Það er mikill óróleiki í íslensku efnahagslífi í dag. Það er enginn stöðugleiki.
Björgvin Guðmundsson
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|