Viktoría Þorvaldsdóttir fæddist 23. apríl 1937 í Reykjavík. Hún lést mánudaginn 7. maí síðastliðinn.. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Ármannsson f. 15. júlí 1903 , d. 28. mars 1992 og Jóna Margrét Jónsdóttir f. 5. september 1910, d. 15. september 1990. Systkini Viktoríu eru Dagrún Þorvaldsdóttir f. 1. apríl 1934, Guðný Þorvaldsdóttir f. 5. september 1943 og Jóhannes Þorvaldsson f. 28. júlí 1946, d. 25. október 1974. Eiginmaður Viktoríu er Magnús Gunnar Sigurjónsson frá Velli í Hvolhreppi f. 27. nóvember 1932, foreldrar hans voru Sigurjón Þorkell Gunnarsson, smiður, f. 30. maí 1904, d. 9. febrúar 1960 og Signý Vilhelmína Magnúsdóttir, húsmóðir, f. 20. júní 1910, d. 11. janúar 1965. Börn þeirra eru sjö: 1) Margrét Magnúsdóttir f. 7. maí 1955. Eiginmaður hennar Einar Björn Steinmóðsson f. 3. ágúst 1963. 2) Sigurjón Magnússon f. 21. apríl 1957, d. 31. mars 1975. 3) Þorvaldur Magnússon f. 12. ágúst 1958. 4) Vilhjálmur Magnússon f. 23. apríl 1961.Eiginkona hans Kristín Þ. Sigurðardóttir f. 26. júlí 1964. 5) Gunnar Magnússon f. 1. júní 1964. Sambýliskona hans Guðrún Rut Erlingsdóttir f. 6. júlí 1963. 6) Bjarni Magnússon f. 17. febrúar 1966. 7) Signý Magnúsdóttir f. 23. apríl 1972. Eiginmaður hennar Arnar Þór Diego f. 17. janúar 1969 Viktoría ólst upp í vesturbænum í Reykjavík. Hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum 18. ágúst 1955 og hófu búskap á jörðinni Bakkavelli í Hvolhreppi. Árið1971 fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu þar í eitt og hálft ár. Frá árinu 1973 hafa þau búið á Stokkseyri þar sem þau stofnuðu garðyrkjustöðina Heiðarblóma uppúr 1990. Þar starfaði hún við blómarækt til dauðadags. Útför hennar fór fram í Ríkissal Votta Jehóva í Reykjavík laugardaginn 12. maí og var jarðsett í Stokkseyrarkirkjugarði.
P.S. Setja blóm í stað krossins Greiðandi: kt. 271132 4849, Magnús Sigurjónsson, Stjörnusteinum 9, 825 Stokkseyri. Sími: 6942711
Stutt kveðja
Dauðinn kemur okkur alltaf jafnmikið á óvart. Enda þótt Viktoría Þorvaldsdóttir hafi verið haldin mjög alvarlegum sjúkdómi um skeið og heilsu hennar hafi hrakað mikið bárum við ættingjar hennar og aðstandendur þá von í brjósti, að hún mundi komast til heilsu á ný. En sú von rættist ekki og harmafregnin barst fyrr en við áttum von á.
Ég kynntist Viktoríu fyrir 54 árum, er ég kvæntist systur hennar,Dagrúnu. Þær systur voru mjög samrýmdar og alla tíð var mikill samgangur á milli fjölskyldna okkar. Fórum við hjónin margar ferðirnar austur í sveit að Bakkavelli með allan barnaskarann á meðan börnin voru lítil en þau undu sér sérstaklega vel í sveitinni. Viktoría var góð heim að sækja. Hún var mjög hlý og börnin löðuðust að henni.Viktoría var alltaf glaðleg og það var gott að vera í návist hennar..
Síðustu ártatugina bjuggu þau Viktóría og Magnús að Stjörnusteinum 9 á Stokkseyri ( Hátúni). Þar komu þau hjónin upp myndarlegri gróðrarstöð, Heiðarblóma. Viktoría vann mikið í gróðrarstöðinni enda hafði hún mikið yndi af blómum. Hún var mjög dugleg og myndarleg húsmóðir.
Við Dagrún sendum Magnúsi, börnunum og fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur vegna fráfalls Viktoríu
Björgvin Guðmundsson
il
|