Mikill skjálfti hefur verið í stjórnarflokkunum undanfarið,einkum í Framsókn,vegna fjölmiðlafrumvarpsins. Stjórnarflokkarnir hafa ekki getað komið sér saman um afgreiðslu fjölmiðlamálsins. Fjöldi lögfræðinga,þar á meðal Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal, telja það stjórnarskrárbrot að ógilda gömlu fjölmiðlalögin og leggja samtímis fram frv. um ný fjölmiðlalög,lítið breytt frá hinum fyrri. Ljóst þykir,að með þessu sé verið að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu.
Margir telja,þar á meðal fjöldi flokksmanna Framsóknar,að skylt sé að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. Ekki sé leyfilegt að grípa inn í það ferli,sem komið hafi verið af stað. Málið sé hjá þjóðinni eftir að forseti vísaði því þangað og ekki sé unnt að stöðva það ferli og taka málið úr höndum þjóðarinnar. |