Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Álögur á aldraða eru alltof háar

mánudagur, 1. maí 2006

 

 

Sýnt hefur verið fram  á, að  tekjuskattar hafa hækkað hjá þeim,sem hafa lægstu tekjur.Þetta á við eldri borgara sem eru með lágar tekjur.Áður voru bætur eldri borgara skattfrjálsar en í dag greiða þeir skatta af þessum bótum.Stefán Ólafsson prófessor hefur sýnt fram á þetta svo og Einar Árnason hagfræðingur eldri borgara.Á sama tíma og þetta hefur gerst hafa fasteignaskattar lagst með auknum þunga á eldri borgara, þar eð fasteignamat hefur stórhækkað vegna mikilla hækkana á söluverði fasteigna. Nokkur sveitarfélög hafa lækkað álagningarprósentu fasteignagjalda til þess að vega á móti hækkun fasteignamats en sú lækkun hefur tæplega dugað.Skattaálögur  á aldraða eru mjög óréttmætar. Ellilífeyrisþegar eru  búnir að greiða skatta og skyldur til þjóðfélagsins alla sína starfsævi.Þeir eru búnir að greiða í lífeyrissjóð allan þann tíma  og  þegar þeir loks eiga að njóta greiðslna

úr  lífeyrissjóði á efri árum hrifsar ríkið stóran hluta af  lífeyrinum með sköttum! Það eru teknir jafnháir skattar af lífeyri úr lífeyrissjóði eins og um atvinnutekjur væri að ræða.Það  er forkastanlegt.Hámarks skattgreiðsla af lífeyri úr lífeyrissjóði ætti að vera 10% eins og af fjármagnstekjum en helst ætti lífeyririnn að vera skattfrjáls. Hið sama er að segja um ellilífeyrinn frá almannatryggingum. Það er alger hungurlús sem eldri borgarar fá frá Tryggingastofnun  en samt verða þeir að greiða fulla skatta af  því,sem skammtað er. .Auðvitað ætti ellilífeyrir að   vera skattfrjáls.Ef skattleysismörk hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau 129 þúsund krónur í dag. Það þýðir,að lífeyrir eldri borgara,grunnlífeyrir og tekjutrygging væru skattfrjáls.

 

Engin fasteignagjöld af 70 ára og eldri

 

  Á stjórnmálafundi Félags eldri borgara í Reykjavík með frambjóðendum í borgarstjórnarkosningum var rætt um skattaálögur á eldri borgara,einkum fasteignagjöldin. Fram kom,að  fasteignagjöldin eru allof há og sumir frambjóðendur vildu lækka þau. Auðvitað ætti Reykjavíkurborg að stuðla að því að ellífeyrisþegar gætu verið sem lengst í eigin íbúðum.Það er ódýrara fyrir samfélagið, þegar upp er staðið. Þetta gæti borgin gert með því að stórlækka eða afnema fasteignagjöld hjá ellilífeyrisþegum. Fram kom fyrirspurn á fundi Félags eldri borgara til frambjóðenda um það hvort til greina kæmi að afnema fasteignagjöld þeirra ellilífeyrisþega,sem orðnir væru 70 ára og eldri,þ.e. af einni íbúð hjá hverjum.Fulltrúi frjálslyndra á fundinum,Guðrún Ásmundsdóttir leikkona,fagnaði þessari hugmynd og kvaðst styðja hana. Hún sagði,að þetta væri góð hugmynd.Aðrir frambjóðendur gengu ekki eins langt og Guðrún gagnvart þessari hugmynd um afnám fasteignagjalda ellilífeyrisþega en þeir vildu lækka fasteignagjöldin.-Ef þessi breyting á fasteignagjöldum aldraðra krefst lagabreytingar verður að breyta lögum.

 

Burt með fasteignagjöldin eins og eignarskattana

 

  Ríkið hefur fellt niður eignarskatta.Sú breyting var m.a.  rökstutt með því að eignarskatturinn hafi í mörgum tilvikum verið íbúðarskattur, sem bitnað hafi þyngst á öldruðum,þar eð  íbúðir hafi í mörgum tilvikum verið eina eign fólks.Það er ekki nema hálft gagn í því að  fella niður íbúðarskatt til ríkisins ( eignarskatta), ef áfram þarf að greiða háa  íbúðarskatta til sveitarfélaganna.Eðlilegast er að ríki og sveitarfélög  fái tekjur sínar fyrst og fremst  af tekjusköttum og neyslusköttum en ekki með skattlagningu eigna. Það er t.d. fráleitt að fasteignagjöld stórhækki, ef verð fasteigna hækkar.

Eldri borgarar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur  af því síðustu ár ævi sinnar hvort þeir geti greitt skatta til ríkis og sveitarfélaga. Þeir eiga að vera að mestu skattlausir síðustu æviárin.Þeir eru búnir að greiða næga skatta alla sína starfsævi. Veitum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.

 

Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn