Umræðan um skipan í embætti hæstaréttardómara heldur áfram. Sjálfstæðismenn hafa verið að færa sig upp á skaftið og herða áróður gegn jafnréttislögunum. Eru margir þeirra nú farnir að tala um að fella jafnréttislögin úr gildi. Heimdallur gerir t.d. kröfu til þess. M.ö.o. ef lögin eru ekki Sjálfstæðismönnum að skapi er best að fella þau úr gildi!
Ekki sjálfstæð hugsun í Sjálfstæðisflokknum!
Annars er það athyglisvert hve Sjálfstæðismenn standa þétt að baki Birni Bjarnasyni í þessu máli. Það heyrir til algerra undantekninga,ef Sjálfstæðismaður gerir athugasemd við embættisveitingu Björns.Þó hafa margir Sjálfstæðismenn talað fyrir auknu jafnrétti karla og kvenna áður. Það virðist gleymt nú. Það er eins og ekki komist að sjálfstæð hugsun í Sjálfstæðisflokknum. Allir verða að elta foringjana og tala eins og þeir.
Átti Björn að skipa konu?
Jón G.Hauksson ritar grein um mál þetta á vefinn www.heimur.is. Hann endar grein sína á spurningunni: Átti Björn að skipa konu. Og síðan svarar hann sjálfum sér og segir: Nei hann átti ekki að skipa konu. Hann og fleiri horfa fram hjá því,að Hjördís Hákonardóttir var talin hæfari en Ólafur Börkur. Raunar má telja,að ekki aðeins Hjördís Hákonardóttir sé hæfari en Ólafur Börkur heldur einnig Eiríkur Tómasson og Ragnar Hall. Þess vegna braut Björn Bjarnason ekki aðeins jafnréttislögin.Hann braut einnig stjórnsýslulög.
Björgvin Guðmundsson
|