Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Kosningaloforð í kvótamálinu svikið!

mánudagur, 10. desember 2012

Ný styttist í næstu þingkosningar og þá er eðlilegt, að athugað sé hvað hefur verið efnt af kosningaloforðunum.Stærsta kosningaloforð Samfylkingarinnar var fyrirheitið um það að fyrna aflaheimildir, innkalla þær, á 20 árum og úthluta aftur á sanngjarnan og réttlátan hátt. Hvernig hefur það loforð verið efnt? Það hefur algerlega verið svikið. Í stað þess að innkalla aflaheimildir smátt og smátt á 20 árum eins og lofað var, hafa verið flutt stjórnarfrumvörp um að festa hið illræmda kvótakerfi í sessi og úthlutun samkvæmt því .Lagt hefur verið til, að handhafar kvótanna fengju þeim nær öllum úthlutað til 20 ára og lengri tíma.Með þessu háttalagi er verið að hundsa kjósendur gersamlega.Það er verið að gera þveröfugt við það, sem lofað var.Það er eins og ráðamenn haldi, að kjósendur séu svo illa að sér, að unnt sé að bjóða þeim hvað sem er. Og til þess að kóróna ósómann hefur því verið haldið fram af vissum talsmönnum ríkisstjórnarinnar, að með þessu væri verið að framkvæma fyrningarleiðina: Allur kvótinn væri innkallaður á einu bretti og honum úthlutað öllum á ný! Það er slæmt, þegar ekki er komið hreint fram.Það er búið að samþykkja umbótaáætlun í Samfylkingunni og samkvæmt henni á að umgangast kjósendur af heiðarleika. Þessi vinnubrögð eru ekki í samræmi við þá áætlun.
 
Frv.:Kvótakóngarnir fái kvótana til 20 ára!
 
Frumvarp Steingríms J.Sigfússonar um að afhenda kvótakóngunum nær allan kvótann til yfir 20 ára náði ekki afgreiðslu fyrir sumarleyfi sl. vor.Það mál er enn óafgreitt.Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar munu enn halda fast við fyrningarleiðina eða ígildi hennar. Mörður Árnason og Valgerður Bjarnadóttir fluttu breytingatillögu við fiskveiðistjórnarfrumvarpið um, að fyrningarleiðin yrði farin og síaukið uppboð aflaheimilda.Ég er ánægður með það.En mér skilst, að ekki sé nægilegur stuðningur við fyrningarleiðina í þingflokki Samfylkingarinnar þó þeirri leið hafi verið lofað fyrir þingkosningarnar 2009. Því verður að finna nýja leið að mínu mati. Sú leið er uppboðsleiðin. Ég tel, að allir ættu að geta sameinast um uppboðsleiðina, þ.e. að setja aflaheimildirnar á uppboðsmarkað og láta greiða markaðsverð fyrir þær eins og stjórnlagaráð hefur lagt til.Það mætti gera þetta í áföngum, t.d. 3-4 áföngum.Draga ætti inn aflaheimildirnar í áföngum og setja þær smátt og smátt á uppboðsmarkað, t.d. 1/4 eða 1/3 í fyrsta áfanga og svo koll af kolli. Þá fengju útgerðarmenn og handhafar kvótanna tíma til þess að aðlaga sig að breytingunum.Ákveðið magn kvóta ætti að setja í potta fyrir landsbyggðina eins og rætt hefur verið um.
 
Uppboðsleiðin skynsamlegust
 
En stóra málið er, að ekki kemur til greina að afhenda kvótakóngunum kvótana til 20 ára eða lengri tíma. Það væru alger svik við kosningaloforðin og sennilega stærstu svik við kjósendur,sem framin hafa verið. Stjórnarflokkarnir geta bjargað sér út úr þessu máli með því að setja kvótana á uppboðsmarkað.Það er hvort sem er engin samstaða um þær tillögur,sem liggja fyrir í stjórnarfrumvarpi.Það verður ekki minni samstaða um að setja kvótana á uppboðsmarkað. En það er skynsamlegasta leiðin úr því sem komið er. Ég skora á stjórnarflokkana að fara þá leið.
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Morgunblaðinu 12.oktober 2012


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn