|
Lífeyrir aldraðra lækkað úr 100% af lágmarkslaunum í 93,74% á einu árisunnudagur, 18. maí 2008
| Jóhanna Sigurðardóttir,félags-og tryggingamálaráðherra,flutti erindi um málefni aldraðra á sambandsstjórnarfundi Landssambands eldri borgara (LEB) í fyrradag. Þar sagði Jóhanna m.a.:
Ég hef farið með lífeyrishluta almannatrygginga frá áramótum. Okkur hefur tekist að framkvæma fyrstu stóru áfangana sem kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þegar þær aðgerðir verða allar komnar til framkvæmda á þessu ári munu greiðslur almannatrygginga til lífeyrisþega hækka um 9 milljarða króna á ársgrundvelli eða um rúm 17% ef miðað er við síðasta ár.
Það er vonandi,að þessi orð Jóhönnu rætist.En enn sem komið er hafa greiðslur til lífeyrisþega ekki aukist á því ári sem ríkisstjórnin hefur verið við völd. Á þessu ári hefur lífeyrir sem hlutfall af lágmarkslaunum lækkað úr 100% ( 2007) í 93,74% af lágmarkslaunum 2008. Þetta er ekki góður árangur. Þetta er afturför. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir aðeins að bæta eigi stöðu aldraðra og öryrkja. En í stefnu´ Samfylkingarinnar fyrir kosningar sagði,að hækka ætti lífeyri aldraðra þannig að hann dygði fyrir framfærslukostnaði lífeyrisþega samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands.Það er ekkert farið að gera í því efni,ekki hætis hót. Það þýðir ekkert að vera að reikna alltaf saman hvað eldri borgarar og öryrkjar græði mikið á því að fara út á vinnumarkaðinn.Það hafa ekki allir eldri borgarar heilsu til þess að fara út að vinna og það eiga ekki einu sinni allir eldri borgarar maka.Þeir,sem ekki eru á vinnumarkaði græða ekkert á minni bótaskerðingum vegna atvinnutekna og þeir,sem eiga ekki maka græða ekkert á afnámi skerðinga vegna tekna maka. Við viljum ráðstafanir,,sem gagnast öllum eldri borgurum en ekki ákveðnum hópum. Og við viljum fá strax þessar 9100 kr. sem hafðar voru af eldri borgurum í kjölfar kjarasamninga. Við viljum ekki fá þá leiðréttingu einhvern tímann seinna. Við viljum fá hana strax.
Björgvin Guðmundsson
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|