Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Neikvæð afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja

þriðjudagur, 8. desember 2015

Í Danmörku spyrja stjórnvöld hvað þau geti gert til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara.Hér á landi leita stjórnvöld allra leiða til þess að komast hjá því að hækka lífeyri eldri borgara jafnvel þó kaup launþega sé að hækka. Ólíkt hafast stjórnvöld að í þessum tveimur löndum . Það er mismunandi afstaða til eldri borgara í Danmörku og á Íslandi. Það er eins og alþingi og ríkisstjórn á Íslandi sé andsnúinn eldri borgurum.Það er orðið tímabært,að þessar valdastofnanir á Íslandi breyti um afstöðu til aldraðra og öryrkja og taki upp jákvæðari afstöðu til þeirra.Alþingi ætti að taka sig á strax í haust , nú í september og samþykkja ríflegar kjarabætur til lífeyrisþega.Nýjar skoðanakannanir leiða í ljós,að kjósendur ætla ekki að sætta sig við hvað sem er frá stjórnmálaflokkunum.Eldri stjórnmálaflokkar hafa fengið rauða spjaldið.Það er eins og þeir séu á skilorði.Ef þeir ekki taka sig og vinna betur fyrir kjósendur má búast við að einhverjir þeirra verði slegnir út.Þeir fá tækifæri strax í næsta mánuði. Alþingi kemur saman Það styttist í, að alþingi komi saman á ný en það mun koma saman 8.september.Þá gefst aftur möguleiki til þess fyrir stjórnarflokkana að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja, sem enn eru óuppfyllt.Þar ber hæst kjaragliðnun tímabilsins 2009- 2015, sem ekki er farið að efna enn. Það þýðir 20% hækkun á lífeyri að efna þetta loforð.Lífeyrisþega munar um það.Einnig er eftir að efna nokkur loforð um afturköllun kjaraskerðingar frá 2009 en þar munar mikið um að leiðrétta skerðingu á frítekjumarki vegna fjármagnstekna.Það mál rataði inn í stjórnarsáttmálann en það hefur ekki dugað til.Það er ekki farið að efna það enn! Lífeyrisþegar fá ekki eina krónu Síðan bætist nú eftirfarandi við í syndaregistur stjórnarflokkanna: Stjórnin hefur hlunnfarið aldraða og öryrkja í kjölfar nýrra kjarasamninga, sem tóku gildi 1.mai á þessu ári. Gamli leikurinn er leikinn gagnvart lífeyrisþegum: Þó launafólk fái verulegar kjarabætur eða 31 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum frá 1.mai (14,5%) fá lîfeyrisþegar ekki samhliða eina krónu í hækkun. Aldraðir og öryrkjar eiga ekki að fá neinar kjarabætur í 8 mánuði.Og þegar ríkisstjórninni loks þóknast að láta lífeyrisþega fà einhverja hækkun er það eins brot af því, sem láglaunafólk fær eða 8,9% í stað 14,5%.Launþegar fá 28% hækkun á 3 árum en lífeyrisþegar virðast aðeins eiga að fá þessi 8,9% eða tæplega þriðjung af hækkun launþega.. Hvað er til ráða? Rætt er nú í kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hvað er til ráða í kjaramálum eldri borgara. Stjórnvöld leiðrétta ekki kjaragliðnun liðins tíma þrátt fyrir ákveðin loforð þar um. Og stjórnvöld neita að láta lífeyrisþega fá sömu kjarabætur og láglaunafólk er að fá.Kjaragliðnunin eykst því en minnkar ekki þrátt fyrir fyrirheit um hið gagnstæða. Ljóst er því að gömlu baráttuaðferðirnar duga ekki lengur.Það verður að fara nýjar leiðir til þess að knýja kjarabæturnar fram.Þar koma ýmis úrræði til greina.Þau munu sjá dagsins ljós á næstunni, Stjórnvöld geta ekki hundsað eldri borgara og öryrkja áfram án þess að þeir grípi til nýrra aðgerða og varna.Eldri borgarar eru 37000 talsins. Þetta er því stór og öflugur hópur. Hann mun ekki áfram láta valta yfir sig. Björgvin Guðmundsson Birt í Fréttablaðinu 12.ágúst 2015


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn