|
Félagsmálaráðherra stingur ályktunum eldri borgara undir stólfimmtudagur, 20. maí 2010
|
Frá því félagsmálaráðherra ákvað að skerða kjör aldraðra og öryrkja á sl. ári eru nú liðnir 10 mánuðir.Lög um skerðinguna tóku gildi 1.júlí 2009. Áður en lögin tóku gildi mótmælti Landssband eldri borgara kjaraskerðingunni og sambandið hefur ítrekað þessi mótmæli síðan.Einnig hefur sambandið óskað eftir því, að eldri borgarar fengju jafnmikla hækkun á lífeyri sínum eins og nam hækkun á launum verkafólks 1.júlí sl. og 1.nóvember sl .Sams konar mótmæli og kjarakröfur hafa borist ráðherra frá 60+ ,samtökum eldri borgara í Samfylkingunni svo og frá Félagi eldri borgara í Reykjavík. En félagsmálaráðherra hefur algerlega hundsað ályktanir eldri borgara í þessu efni.Öllum ályktunum samtaka eldri borgara hefur verið stungið undir stól .Svo mjög hefur stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík ofboðið framkoma ríkisstjórnarinnar og ráðherra við eldri borgara, að stjórnin ákvað að fara nýjar leiðir í kjarabaráttunni og leita samstarfs við verkalýðsfélög í Reykjavík um kjaramál.Þegar hefur verið rætt við VR og Eflingu um málið og er samkomulag við VR í burðarliðnum.Efling vildi hins vegar, að málið- yrði á forræði ASÍ.Félag eldri borgara í Reykjavík mun ræða við fleiri verkalýðsfélög í Rvk. um samstarf.
Afnema þarf allar skerðingar tryggingabóta hér
Kjaraskerðing eldri borgara og öryrkja felst einkum í auknum tekjutengingum vegna atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði.Einnig var skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað.Félagsmálaráðherra lét lögleiða 1.júlí, að lífeyrissjóðstekjur ættu að skerða grunnlífeyri aldraðra frá almannatryggingum.Var það í fyrsta sinn,sem grunnlífeyrir skerðist vegna tekna úr lífeyrissjóði.Þar er um algera stefnubreytingu að ræða.Lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir til þess að vera viðbót við bætur almannatrygginga og þeir áttu því ekki og eiga ekki að skerða lífeyri frá almannatryggingum. Í rauninni eiga ekki að eiga sér stað neinar skerðingar á bótum lífeyrisþega frá almannatryggingum.Engar skerðingar eru í Svíþjóð og mjög litlar skerðingar í hinum norrænu löndunum.Í Noregi fá t.d. allir eldri borgarar grunnlífeyri án tillits til tekna.Afnema þarf allar skerðingar hér á landi og færa almannatryggingar hér í sama horf og í hinum norrænu löndunum.
Niðurskurður lífeyris aldraðra var óþarfur
Ríkisstjórnin lýsti því yfir, þegar hún tók við völdum, að hún ætlaði að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi.En fyrstu skref ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum lofa ekki góðu í því efni. Ríkisstjórnin steig skref til baka á þessu sviði og færði íslenska velferðarkerfið lengra frá norræna velferðarsamfélaginu en ekki nær því.Ég tel líklegt, að með því skera niður almannatryggingar og stíga skref til baka í velferðarmálum hafi ríkisstjórnin framið mannréttindabrot .Ísland er aðili að ýmsum mannréttindasáttmálum, hjá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuráðinu.Þar er m.a. talað um að tryggja eldri borgurum mannsæmandi líf og mannréttindi.Ákvæði eru um það, að ríkisstjórnir megi ekki stíga skref til baka í velferðarmálum þó fjárhagsvandræði séu nema athuga áður aðrar leiðir til sparnaðar og fjáröflunar.Áður en félagsmálaráðherra skar niður almannatryggingar kannaði hann ekki hvort aðrar leiðir til sparnaðar væru færar.Ef hann hefði gert það hefði hann fundið 4 milljarða annars staðar ,einmitt þá upphæð,sem skorin var niður hjá öldruðum og öryrkjum.Auknar fjármagnstekjur lífeyrisþega, miðað við fyrri áætlanir, leiddu til þess að unnt var að skera niður tryggingabætur þeirra um 4 milljarða,þ.e. um sömu upphæð og nam niðurskurði lífeyris.Lækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja var því óþörf.Sparnaður náðist eftir öðrum leiðum.
Ríkisstjórnin lofaði samráði við hagsmunasamtök
Ríkisstjórnin lofaði því að hafa samráð við hagsmunasamtök í landinu um niðurskurð ríkisútgjalda.Það er ekki nóg að tilkynna slíkar ráðstafanir rétt áður en þær taka gildi.Samráð felst í því að taka eitthvað tillit til þeirra,sem samráð er haft við. Það hefur ríkisstjórnin ekki gert í málefnum lífeyrisþega.Framkoma félagsmálaráðherra við eldri borgara og öryrkja er óafsakanleg.Ráðherrann hefur algerlega hundsað samtök þeirra.Slík vinnubrögð tilheyra gömlum tíma og verða ekki liðin.
Björgvin Guðmundsson
í kjaranefnd Landssambands eldri borgara
og Félags eldri borgara í Rvk.
Birt í Morgunblaðinu 20.mai 2010
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|