Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Er Samfylkingin á réttri leið?

sunnudagur, 23. september 2007

Samfylkingin hélt flokksstjórnarfund 22.september sl. á Selfossi. Þar var rætt um aðild flokksins að ríkisstjórn og hvernig til hefði tekist fyrstu 4 mánuðina. Forustumennirnir voru harla ánægðir með árangurinn þessa fyrstu 4 mánuði.Sumir kjósendur eru ekki eins ánægðir og voru farnir að halda að Samfylkingin hefði hugsað um það eitt að komast í ríkisstjórn en minna hugsað um að koma stefumálum sínum í framkvæmd. Í því sambandi sagði Ingibjörg Sólrún formaður á fundinum:"Mikilvægum áfanga er náð en, kæru vinir, við finnum í hjarta okkar og vitum að það eitt er ekki tilgangur Samfylkingarinnar að komast í ríkisstjórn. (Okkar hreyfing er ekki þannig gerð). Tilgangur okkar er að vera framsækið umbótaafl í íslensku samfélagi og stuðla að auknum jöfnuði, jafnvægi og farsæld fólksins í landinu.  Við höfum viljann til umbóta og erum flokkur lausna og markvissrar stefnumótunar. Og sumarið 2007 hófumst við handa. Og vinnudagarnir hafa verið langir, í ráðuneytum hafa embættismenn verið vaktir upp til metnaðarfyllri verka en þeir höfðu lengi vanist."
 
Mörg mál í undirbúningi
 
Á flokksstjórnarfundinum var vikið að nokkrum málum sem Samfylkingin hefur hafið undirbúning að framkvæmd á sl. 4 mánuði.Þar ber hæst aðgerðaráætlun í þágu barna og ungmenna,sem samykkt var á sumarþinginu eftir þingkosningarnar.Það er raunar eina málið frá Samfylkingunni,sem samþykkt var á sumarþinginu. Hér er um mjög mikilkvægt mál að ræða og enda þótt um áætlun sé að ræða er verið að hefja framkvæmd aðgerða í þágu barna og ungmenna. Hið sama er að segja um ráðstafanir til þess að stytta biðlista eftir  aðgangi að greiningar-og ráðgjafarstöð ríkisins. .Formaður Samfylkingarinnar   nefndi einnig  nefnd, sem  hefur verið skipuð til þess að fjalla um breytingar á húsnæðiskerfinu, m.a. til  þess að bæta stöðu  láglaunafólks á húsnæðismarkaði, aðgerðir til þess að draga úr kynbundnum launamun og   hún kvað í undirbúningi  að einfalda almannatryggingakerfið.Formaður sagði,að tillögur um fyrstu aðgerðir í  þágu aldraðra ættu að koma fram fyrir áramót Það er of seint.Ljóst er að  margt er í   undirbúningi  og margar nefndir hafa verið skipaðar En í sumum málum þarf ekki að skipa nefnd, heldur þarf að framkvæma breytingar strax.Þetta á við um málefni aldraðra og öryrkja. Í málefnum þessara hópa liggur alveg fyrir hvað þarf að gera Það liggur fyrir álit stjórnskipaðrar nefndar um aðgerðir í málefnum öryrkja.Og það liggja fyrir mörg álit frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landssabmandi eldri borgara um aðgerðir í kjaramálum aldraðra.Auk þess hefur Jóhanna Sigurðardóttir,  núverandi félagsmálaráðherra, flutt fjölmargar tillögur á alþingi um aðgerðir í kjaramálum aldraðra og  Samfylkingin flutti slíkar tillögur  á alþingi sl. vetur.
 
Leiðréttingu strax í haust
 
Kjarninn í tillögum Jóhönnu Sigurðardóttur og Samfylkingarinnar er sá, að hækka eigi lífeyri ellilífeyrisþega til samræmis við  neysluútgjöld  samkvæmt könnun Hagstofu Íslands um   meðaltals neysluúgjöld.Og síðan eigi að leiðrétta  lífeyri aldraðra reglulega í samræmi við breytingar á neysluútgjöldum. Auk þess var gert ráð fyrir í tillögunum að afnema eða draga verulega úr tekjutengingum. tryggingabóta.Samfylkingin  sagði í kosningabarátunni sl. vor, að kjör aldraðra hefðu dregist aftur úr kjörum  annarra launþega  í launaþróuninni   á löngu undanfarandi skeiði. Samfylkingin sagði: Við ætlum að leiðrétta þetta misrétti. Ljóst er að þessi leiðrétting verður að fara fram í áföngum. Að mínu mati á fyrsti áfangi þessarar leiðréttingar að taka gildi strax í haust. Það gengur ekki að íta þessu máli á undan sér á þeim grundvelli að það þurfi að athuga það nánar. Allar athuganir liggja fyrir. Allar staðreyndir liggja fyrir. Það er komið að framkvæmdum. Það kann að vera að það þurfi að athuga eitthvað nánar hvað afnema eigi miklar tekjutengingar  í tryggingakerfinu ( ef menn vilja ekki fylgja fordæmi Svía og afnema þær með öllu).En það þarf ekki að kanna neitt hækkun á lífeyri aldraðra. Það er einföld pólitísk ákvörðun hvað fyrsti áfangi slíkrar leiðréttingar eigi að vera stór.Ég geri kröfu til þess að lífeyrir aldraðra verði hækkaður strax í haust. Þessi lífeyrir er í dag skammarlega lágur og dugar hvegi  nærri til framfærslu.
 
Eins og Framsókn hefði verið í stjórn!
 
Að því er varðar kjaramál aldraðra og öryrkja hefur ekkert gerst enn   þó 4 mánuðir  séu liðnir síðan ríkisstjórnin tók við völdum.Ástandið væri því ekkert verra í þeim málum þó Framsókn væri enn í stjórn.Kjósendur Samfylkingarinnar reiknuðu með  árangri strax í sumar miðað við kosningaloforðin.Eldri borgarar  taka ekki mark á neinum afsökunum í þessu efni. Það þarf ekkert að kanna eða athuga í þessu efni. Það hefur allt verið gert áður. Það þarf einfaldlega að hækka lífeyrinn og til þess þarf aðeins pólitískan vilja. Það eru nógir peningar til.
 
Björgvin Guðmundsson
 
 
Birt í Morgunblaðinu  11.oktober  2007


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn