Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Hlífa á velferðarmálunum við niðurskurði

fimmtudagur, 25. nóvember 2010

Niðurskurður ríkisstjórnarinnar í heilbrigðiskerfinu kom fylgismönnum ríkisstjórnarinnar mjög á óvart.Þetta er það harkalegur niðurskurður,að það það var strax ljóst, að ríkisstjórnin kæmist ekki upp með svo mikinn niðurskurð og síst úti á landi.Heilbrigðisráðherra hefur lýst því yfir,að þessar aðgerðir verði mildaðar og harkaleg viðbrögð úti á landi leiða til þess,að ríkisstjórnin á engan annan kost í stöðunni en að draga þessar tillögur að verulegu leyti til baka. Hvað gekk ríkisstjórninni til? Niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu átti að spara tæpa 5 milljarða kr. á ársgrundvelli.Ekki er þar um að ræða svo háa fjárhæð,að hún skipti sköpum í fjármálum ríkisins.Það vill svo til,að hér er um svipaða fjárhæð að ræða og nam niðurskurði hjá almannatryggingum 1.júlí 2009.Það var eins með þann niðurskurð,að hann skipti auðvitað engum sköpum í fjármálum ríkisins. Ég tel,að draga eigi hvort tveggja til baka.Ríkisstjórnin lofaði að standa vörð um velferðarkerfið og hún á að standa við það. Það má að vísu hugsa sér að láta standa eitthvað af niðurskurðinum í heilbrigðiskerfinu,þar sem um augljósa hagræðingu væri að ræða.En sýnt hefur verið fram á,að það sparast ekki mikið á því að flytja sjúklinga utan af landi til Reykjavíkur.Það yrði mikill flutningskostnaður og hvert rúm á Landsspítalanum er mikið dýrara en rúm í sjúkrahúsum út á landi. Auk þess eru það mannréttindi og skylt samkvæmt lögum að veita sjúklingum aðhlynningu heima í héraði.Það virðist vera að fljótfærni hafi að einhverju leyti stjórnað tillögugerð í sjúkrahúsmálunum. Það sama gildir um niðurskurðinn í almannatryggingum.Þar hefur einnig fljótfærni ráðið för og gleymst, að búið var að lofa því að standa vörð um almannatryggingarnar.Nýlega var skýrt frá nýjum tölum um afkomu ríkissjóðs á þessu ári. í ljós kom þá,að afkoman var 19 milljörðum betri en áætlanir höfðu sagt fyrir um. Það á því að vera unnt að draga megnið að niðurskurðinum í heilbrigðiskerfinu og almannatryggingum til baka. Ráðist gegn hjúkrunarheimilum aldraðra! Svo mikil fljótfærrni hefur ráðið ferðinni við niðurskurðinn í heilbrigðiskerfinu,að það er einnig ráðist gegn hjúkrunarheimilum og deildum fyrir aldraða á sjúkrastofnunum. Þannig er fækkað um mörg hjúkrunarrúm fyrir aldraða á Akureyri.Það er eins og menn hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera. Það var eitt aðalstefnumál Samfylkingarinnar í alþingiskosninguinum 2007 að fjölga hjúkrunarrúmum.Mig minnir,að það hafi átt að fjölga þeim um 400 á ákveðnu tímabili.Ingibjörgu Sólrúnu tókst að koma þessu stefnumáli Samfylkingarinnar inn í stjórnarsáttmálann 2007.En nú er fyrsta hreina vinstri stjórnin á Íslandi farin að rífa þetta niður og fækka hjúkrunarrúmum fyrir aldraða.Það er ekki heil brú í þessu. Það verður strax að afturkalla fækkun hjúkrunarrúma fyrir aldraða. Annað eru svik við kjósendur. Það er ekki unnt að halda uppteknum hætti og segja eitt í kosningum en framkvæma annað. Það eiga bkirt'að vera breytt vinnubrögð nú.Það þýðir ekkert að koma með þau rök að það þurfi að skera svo mikið niður.Það verður einfaldlega að lengja niðurskurðartímabilið, ef ekki er unnt að gera þetta á annan veg. Það verður að gæta að grunnþjónustu í velferðarkerfinu.Veikir sjúklingar eiga að hafa forgang og aldraðir eiga að njóta mannsæmandi kjara og umönnunar.Þess vegna má ekki skerða kjör aldraðra.Það á að bæta þau og það á að fjölga hjúkrunarrúmum aldraðra en ekki að fækka þeim. Niðurskurður lítill í öðrum ráðuneytum Í mörgum ráðuneytum er lítill sem enginn niðurskurður. Það á t.d. við um sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið,umhverfisráðuneytið og efnahags-og viðskiptaráðuneytið.Og í dómsmálaráðuneyti er mjög lítill niðurskurður.Í rauninni er niðurskurður mestur í heilbrigðisráðuneytinu,almannatryggingum og í samgönguráðuneytinu.Áður en skorið er harkalega niður í heilbrigðismálum og í almannatryggingum verður að skera niður í þeim ráðuneytum,þar sem enginn niðurskurður er enn eða mjög lítill.Miðað við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að hlífa velferðarkerfinu á að byrja niðurskurð í öðrum ráðuneytum en velferðarráðuneytunum. Björgvin Guðmundsson Birt í Fréttablaðinu 25.nóv. 2010


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn