Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Skattbyrðin þyngst um 10 prósentustig á valdatíma Sjálfstæðisflokksins

föstudagur, 11. maí 2007

Mikið hefur verið deilt um skattamálin hér á land. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar segja, að skattar hafi lækkað en stjórnarandstaðan segir, að skattar hafi hækkað, einkum á hinum lægst launuðu.Nú eru komnar nýjar tölur frá OECD um skattamálin.Samkvæmt þeim hefur skattbyrðin þyngst mikið í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.Miðað við staðtölur OECD hefur skattbyrðin aukist úr 38% af landsframleiðslu 1990 í 48% af landsframleiðslu 2006.Á sama tíma hefur skattbyrðin á evrusvæðinu aukist úr 43% af landsframleiðslu í 45%. Skattbyrðin á Íslandi er því komin upp fyrir Evrópumeðaltal. Hækkun á skattbyrði um 10 prósentustig af landsframleiðslu er mjög mikil hækkun. Hvað mundi íhaldið og Mbl. hafa sagt, ef vinstri stjórn hefði hækkað skattana svo mikið?

Ríkisstjórnin gerir út á skattheimtu af lágum launum

Rýrnun skattleysismarka hefur þyngt skattbyrði lágtekjufólks mjög mikið.Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 140 þúsund krónur á mánuði en þau eru aðeins 90 þúsund. Ríkisstjórnin segir, að það væri of dýrt fyrir ríkissjóð að færa skattleysismörkin aftur í fyrra horf að raungildi til.Það eru ekki litlar fjárhæðir sem hún hefur haft af almenningi vegna lækkunar skattleysismarka Hún hefur gert út á skattheimtu af lágum launum. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn að ójafnaðarflokki, þótt hann reyni að leyna því rétt fyrir kosningar.


 
Alger óráðsía ráðherranna í fjármálum.Kosningavíslar upp á 440 milljarða

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar, sem eru að missa umboð sitt, hafa verið ötulir við að gefa út kosningavíxla undanfarið. Má fullyrða, að aldrei hafi annað eins átt sér stað í þeim efnum. Ráðherrarnir hafa gefið út hvern kosningavíxilinn á fætur öðrum og ekki neina smávíxla, heldur upp á marga milljarða suma þeirra. Þetta eru skuldbindingar langt fram í tímann, jafnvel svo mörgum árum skiptir. Alls er hér um 440 milljarða króna skuldbindingar að ræða. Það er að sjálfsögðu algerlega óheimilt að skuldbinda ríkið um háar fjárhæðir langt fram í tímann. Slíkar skuldbindingar hafa ekkert gildi fyrr en alþingi hefur samþykkt þær með fjárlögum. En þessir kosningavíxlar gegna því hlutverki að slá ryki í augun á kjósendum. Stjórnarflokkarnir voru orðnir svo hræddir um að missa meirihlutann í kosningum, að þeir gripu til þess örþrifaráðs að gefa út hvern kosningavíxilinn á fætur öðrum. Þetta eru mennirnir,sem segjast vera ábyrgir í fjármálum og gagnrýna Samfylkinguna og stjórnarandstöðuna fyrir óábyrga fjármálastjórn. Ef einhverjir eru óábyrgir í fjármálum eru það þeir sem gefa út kosningavíxla upp á 440 milljarða fyrir kosningar.Svar kjósenda við slíkri óráðsíu er aðeins eitt: Að hafna stjórnarflokkunum í kosningunum og gefa þeim langt frí

Björgvin Guðmundsson

 

 

  •  


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn