Bókaútgáfa Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar
Bætum lífi við árin - greinasafn
Skattbyrðin þyngst um 10 prósentustig á valdatíma Sjálfstæðisflokksins
föstudagur, 11. maí 2007
Mikið hefur verið deilt um skattamálin hér á land. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar segja, að skattar hafi lækkað en stjórnarandstaðan segir, að skattar hafi hækkað, einkum á hinum lægst launuðu.Nú eru komnar nýjar tölur frá OECD um skattamálin.Samkvæmt þeim hefur skattbyrðin þyngst mikið í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.Miðað við staðtölur OECD hefur skattbyrðin aukist úr 38% af landsframleiðslu 1990 í 48% af landsframleiðslu 2006.Á sama tíma hefur skattbyrðin á evrusvæðinu aukist úr 43% af landsframleiðslu í 45%. Skattbyrðin á Íslandi er því komin upp fyrir Evrópumeðaltal. Hækkun á skattbyrði um 10 prósentustig af landsframleiðslu er mjög mikil hækkun. Hvað mundi íhaldið og Mbl. hafa sagt, ef vinstri stjórn hefði hækkað skattana svo mikið?
Ríkisstjórnin gerir út á skattheimtu af lágum launum
Rýrnun skattleysismarka hefur þyngt skattbyrði lágtekjufólks mjög mikið.Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 væru þau í dag 140 þúsund krónur á mánuði en þau eru aðeins 90 þúsund. Ríkisstjórnin segir, að það væri of dýrt fyrir ríkissjóð að færa skattleysismörkin aftur í fyrra horf að raungildi til.Það eru ekki litlar fjárhæðir sem hún hefur haft af almenningi vegna lækkunar skattleysismarka Hún hefur gert út á skattheimtu af lágum launum. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn að ójafnaðarflokki, þótt hann reyni að leyna því rétt fyrir kosningar.
Alger óráðsía ráðherranna í fjármálum.Kosningavíslar upp á 440 milljarða
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar, sem eru að missa umboð sitt, hafa verið ötulir við að gefa út kosningavíxla undanfarið. Má fullyrða, að aldrei hafi annað eins átt sér stað í þeim efnum. Ráðherrarnir hafa gefið út hvern kosningavíxilinn á fætur öðrum og ekki neina smávíxla, heldur upp á marga milljarða suma þeirra. Þetta eru skuldbindingar langt fram í tímann, jafnvel svo mörgum árum skiptir. Alls er hér um 440 milljarða króna skuldbindingar að ræða. Það er að sjálfsögðu algerlega óheimilt að skuldbinda ríkið um háar fjárhæðir langt fram í tímann. Slíkar skuldbindingar hafa ekkert gildi fyrr en alþingi hefur samþykkt þær með fjárlögum. En þessir kosningavíxlar gegna því hlutverki að slá ryki í augun á kjósendum. Stjórnarflokkarnir voru orðnir svo hræddir um að missa meirihlutann í kosningum, að þeir gripu til þess örþrifaráðs að gefa út hvern kosningavíxilinn á fætur öðrum. Þetta eru mennirnir,sem segjast vera ábyrgir í fjármálum og gagnrýna Samfylkinguna og stjórnarandstöðuna fyrir óábyrga fjármálastjórn. Ef einhverjir eru óábyrgir í fjármálum eru það þeir sem gefa út kosningavíxla upp á 440 milljarða fyrir kosningar.Svar kjósenda við slíkri óráðsíu er aðeins eitt: Að hafna stjórnarflokkunum í kosningunum og gefa þeim langt frí