Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ellilífeyrisþegi: Fæ 79400 kr. í lífeyri á mánuði fyrir skatta

laugardagur, 29. janúar 2005

 

Eldri borgari,sem nýtur einungis lífeyris frá almannatryggingum en hefur engan lífeyri úr lífeyrissjóði,kom að máli við við mig og sagði: Það er ekki rétt,að við sem höfum engan lífeyri úr lífeyrissjóði, fáum 100 þús. kr. á mánuði frá Tryggingastofnun ríkisins.Ég fæ ekkert úr lífeyrissjóði en  fæ þó ekki nema 79.400 kr. frá Tryggingastofnun ríkisins í ellilífeyri,tekjutryggingu og tekjutryggingarauka fyrir skatta.( Hækkaði lítillega um  áramót). Og hann rétti mér launaseðil Tryggingastofnunar þessu til áréttingar. Og þetta  var vissulega rétt.Hér er um kvæntan mann að ræða og því fékk hann ekki heimilisuppbót.Einungis þeir sem eru einhleypir fá heimilisuppbót, í kringum 18 þús kr. á mánuði.Ég  hefi einkum í greinum mínum fjallað um einhleypa ellilífeyrisþega þar eð aðstæður þeirra eru yfirleitt mjög erfiðar.Þeir geta komist í rúmar 100 þús.kr á mánuði. frá almannatryggingum með heimilisuppbót. Þetta er ekki stór hópur bótaþega.

 En víkjum aftur að eldri borgaranum,sem kom að máli við mig. Hvernig á hann að lifa af rúmum 79 þús. kr. á mánuði? Af þeirri fjárhæð verður hann að greiða allan framfærslukostnað, matvæli,fatnað, síma,tekjuskatta, rafmagn,hita,húsnæðiskostnað, fasteignaskatta, rekstur á bíl, o.fl.  Að vísu er húsnæðiskostnaður,rafmagn, hiti og sími sameiginlegur fyrir hann og konu hans.En  þetta dugar hvergi nærri til framfærslu enda langt undir þeim framfærslueyri,sem Hagstofa Íslands telur,að fólk þurfi sér til framfærslu.( Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar nema  meðaltalsútgjöld  einstaklings 161 þús.kr. á mánuði fyrir utan skatta.).

 Ég tel,að þegar í stað eigi að hætta öllum  skerðingum vegna sambýlis og hjónabands og vegna tekna maka.Það á ekki að fella niður heimilisuppbót,þegar  ellilífeyrisþegi,sem búið hefur einn,fer í sambýli eða í hjónaband.Þessar uppbætur eiga að haldast.Og það á ekki að skerða tekjutryggingarauka eins og gert er.Ellilífeyrir er svo lágur að hann þolir engar skerðingar.Það liggur einnig fyrir Hæstaréttardómur um það,að óheimilt sé að skerða bætur vegna tekna maka. Dómurinn grundvallaðist m.a. á því,að hver maður væri sjálfstæður einstaklingur og vegna jafnréttisákvæða stjórnarskrárinnar væri óheimilt að skerða örorku-eða ellilífeyri einstaklings vegna tekna maka. Ég tel,að vegna dóms þessa séu allar skerðingar óheimilar. En ríkisstjórnin komst samt að þeirri niðurstöðu,að  hún gæti haldið áfram skerðingum að hluta til!Þess vegna er tekjutrygging vegna tekna maka áfram skert að hluta.Mér er til efs,að það standist lög og stjórnarskrá. Og þó lagaákvæði segi,að einungis eigi að greiða heimilisuppbót til einhleypra ellilífeyrisþega tel ég það fráleitt,þar eð það  byggir á gömlum hugsunarhætti um að hver einstaklingur sé ekki  alveg sjálfstæður  og því megi skerða bætur hans,ef hann er í hjónabandi eða í sambúð.Þetta verður að leiðrétta.

  Ég hefi áður fært rök fyrir því  og m.a. vísað í neyslukönnun Hagstofu Íslands,að ellilífeyrir  einstaklings þyrfti að hækka um 50-60 þús.kr. á mánuði   og fara í 160 þús.kr. á mánuði. Það sé það lágmark,sem hver einststaklingur þurfi sér til framfærslu Hér er átt við þá,sem ekki hafa lífeyri  frá lífeyrissjóði eða aðrar tekjur.Ef til vill finnst einhverjum þetta mikil hækkun á lífeyri aldraðra. En mér finnst það ekki. Mér finnst,að aldraðir eigi að hafa sómasamlegan lífeyri. Íslenskt þjóðfélög skuldar öldruðum góð lífskjör. Og íslenskt þjóðfélag hefur efni á því að veita þeim slík lífskjör.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 29.janúar  2005

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn