Bókaútgáfa Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar
Bætum lífi við árin - greinasafn
Útgjöld hins opinbera hafa aukist í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins.Fyrispurn Sigurjóns Þórðarsonar alþm. á Alþingi
laugardagur, 6. mars 2004
Sigurjón Þórðarson alþingismaður spurði fjármálaráðherra á alþingi um þróun útgjalda hins opinbera frá 1991.Einnig spurði hann um mörg önnur atriði varðandi fjármál ríkisins.Fram kom í svari fjármálaráðherra,að útgjöld hins opinbera hafa aukist í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins úr 39,9% af vergri landsframleiðslu í 42,1%.Á þessu tímabili hafa útgjöld ríkisins skv. fjárlögum aukist úr 105,8 milljörðum kr. í 260,1 milljarð.Á síðasta kjörtímabili jukust útgjöld ríkisins úr 30,1% af vergri landsframleiðslu í 30,8.
Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um fjármál hins opinbera fer hér á eftir:.
Fyrirspurnin hljóðar svo: Hvernig hafa eftirfarandi þættir í fjármálum hins opinbera þróast á tímabilinu 1991– 2003, sundurliðað eftir árum: a. áætluð útgjöld ríkisins í samþykktum fjárlögum, b. upphæð samþykktra fjáraukalaga, c. niðurstöðutala ríkisreiknings, d. áætlaðar tekjur ríkisins í samþykktum fjárlögum, e. andvirði seldra ríkiseigna, f. útgjöld ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, g. útgjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, h. afkoma ríkissjóðs?
Meðfylgjandi tafla er unnin úr þingskjölum, ríkisreikningi og af vef Hagstofu Íslands. Vakin er athygli á að tölur um útgjöld ríkisins í fjárlögum og fjáraukalögum sem og tölur um tekjur ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum voru á greiðslugrunni árin 1991–1997, en á rekstrargrunni 1998–2003, auk þess sem framsetningu ríkisfjármála var breytt í veigamiklum atriðum frá og með árinu 1998. Framsetningu ríkisreiknings var einnig breytt frá og með árinu 1998. Upplýsingar um andvirði seldra ríkiseigna sýna tekjufært andvirði vegna sölu fasteigna, jarða og lóða auk eignarhluta í fyrirtækjum. Upplýsingar um útgjöld ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, sem og útgjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru samkvæmt samræmdri framsetningu þjóðhagsreikningsuppgjörs. Þjóðhagsuppgjör er talsvert ólíkt uppgjöri ríkissjóðs samkvæmt ríkisreikningi og fjárlögum og munar þar mest um að tekjur af eignasölu hafa ekki áhrif á tekjuafgang og í stað þess að gjaldfæra fjárfestingu er hún eignfærð og afskrifuð, þá eru lífeyrisskuldbindingar færðar með öðrum hætti. Athygli er vakin á því að samanburður á fjárlögum og fjáraukalögum annars vegar og ríkisreikningi hins vegar er varasamur þar sem talsvert hefur verið fært til gjalda í ríkisreikningi undanfarin ár vegna afskrifta skattkrafna, auk þess sem gjaldfærðar lífeyrisskuldbindingar hafa sveiflast mjög á milli ára.