Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Samfylkingin vill bæta velferðarkerfið

miðvikudagur, 4. apríl 2007

 

 

Í alþingiskosningunum í næsta mánuði verður kosið um velferðarkerfið. Stjórnarflokkarnir,Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, hafa stórskaðað  velferðarkerfið á 12 ára valdatímbili.Þegar almannatryggingar komust á hér á landi 1946 fyrir tilstuðlan Alþýðuflokksins var Ísland í fremstu röð í heiminum að því, er velferðarkerfi varðaði. En í dag hefur Ísland dregist aftur úr öðrum þjóðum í þessum efnum og er með versta  velferðarkerfið á Norðurlöndum.Ójöfnuður hefur stóraukist hér á landi síðustu 12 árin. Samfylkingin vill bæta velferðarkerfið og   auka jöfnuð á ný í þjóðfélaginu.

 

Kjör aldraðra verði stórbætt

 

  Samfylkingin vill stórbæta kjör aldraðra. Undir forustu Jóhönnu Sigurðardóttur og Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur hefur Samfylkingin flutt á þingi margar tillögur um bætt kjör aldraðra, um afkomutryggingu aldraðra og um nýskipan í lífeyrismálum aldraðra. Þessar tillögur gera ráð fyrir, að lífeyrir aldraðra verði strax stórhækkaður, dregið verði verulega úr tekjutengingum og eldri borgurum heimilað að vinna fyrir 75 þúsund krónum á  mánuði án þess að það skerði lífeyrir frá almannatryggingum.Framvegis hækki lífeyrir aldraðra síðan í samræmi við hækkun á framfærslukostnaði aldraðra. Í dag eru neysluútgjöld einstaklinga  krónur 210 þúsund  á mánuði samkvæmt könnun Hagstofu Íslands. Þá vill Samfylkingin gera stórátak í vistunar-og hjúkrunarmálum aldraðra.400 manns eru nú á biðlista eftir hjúkrunarrými. Samfylkingin vill leysa vanda þessa fólks strax.

 

Unga Ísland

 

Jafnframt átaki í málefnum aldraðra vill Samfylkingin stórbæta aðstöðu barna. Samfylkingin hefur birt nýja stefnuskrá í málefnum barna, Unga Ísland. Þar er gert ráð fyrir, að dregið verði úr tekjutengingum barnabóta, að  tannvernd barna verði aukin með ókeypis eftirliti og forvarnaraðgerðum og auknum niðurgreiðslum á tannviðgerðum barna. Námsbækur í framhaldsskólum verði nemendum að kostnaðalausu.

Velferðarkerfið er mikilvægasta málið í væntanlegum kosningum.Samfylkingin setur það mál í forgang. Ýmis önnur mál skipta miklu máli svo sem atvinnumálin og umhverfismálin. Samfylkingin er einnig með skýra stefnu í þeim málaflokkum. Samfylkingin vill endurskoða kvótakerfið og binda endi á brask með kvóta. Það á að setja ákvæði um það í stjórnarskrá að mikilvægasta auðlind okkar, fiskurinn í sjónum, sé sameign íslensku þjóðarinnar. Og það á enginn að geta braskað með þessa auðlind okkar.

 

Björgvin Guðmundsson

Birt í Morgunblaðinu 19.apríl 2007



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn