Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Aðeins málamyndaviðræður við Framsókn

föstudagur, 18. maí 2007

 

 

Það er nú komið í ljós, að viðræður Sjálfstæðisflokksins við Framsóknarflokkinn eftir kosningar voru aðeins málamyndaviðræður.Það var engin alvara í þessum viðræðum og  þeim hefur greinilega aðeins verið ætlað að skapa tíma.Skýrist þá hvers vegna aldrei voru neinar fréttir af þessum viðræðum og alltaf talað í hálfkveðnum vísum um það, sem fram fór. En hvers vegna fóru þessar viðræður fram? Hvers vegna sagði ríkisstjórn Geirs Haarde ekki af sér strax eftir kosningar? Eða öllu heldur: Hvers vegna drogu  ráðherrar Framsóknar sig ekki strax út úr ríkisstjórninni eftir þá útreið, sem þeir fengu í kosningunum? Það hefði verið eðlilegt. Ráðherrum Framsóknar var ekki sætt í ríkisstjórn áfram eftir hið mikla fylgistap, er þeir urðu fyrir. En þeir vildu samt vera áfram. Þeir sögðu: Til erum við, ef þið viljið okkur.Maður undrast það mjög, að Framsókn skyldi ekki hafa manndóm í sér til þess að slíta stjórninni að eigin frumkvæði eftir að kjósendur höfðu talað.

 

Trúnaðarbrestur milli flokkanna

 

 Guðni Ágústsson,varaformaður Framsóknarflokksins sagði í kastljósi Sjónvarpsins 17.mai, að trúnaðarbrestur hefði orðið milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Sjálfstæðismenn hefðu verið að tala við Samfylkinguna á sama tíma og þeir hefðu verið í viðræðum við Framsókn.Hafði Guðni Ágústsson mjög sterk orð um þetta framferði Sjálfstæðismanna.

Ljóst er, að Framsókn kom í veg fyrir vinstri stjórn með því að lima sig fast við Sjálfstæðisflokkinn og telja öruggt að hún fengi áfram að vera í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.Þegar  loks áhugi vaknaði hjá Guðna Ágústssyni og Steingrími J. á vinstri stjórn sagði Ingibjörg Sólrún að það væri orðið of seint.

 

Þriðja tveggja flokka stjórnin með Sjálfstæðisflokknum

 

  Þegar þetta er skrifað eru allar líkur á því, að mynduð verði ríkisstjórn  Sjálfstæðisflokks og  Samfylkingar. Það þarf ekki að koma á óvart. Stór hópur manna innan Samfylkingarinnar hefur stefnt að slíku stjórnarsamstarfi. Aðrir innan Samfylkingarinnar hafa barist fyrir myndun félagshyggjustjórnar. Ég hefi verið í þeim hópi. Álýðuflokkurinn tók tvívegis þátt í tveggja flokka ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.  Fyrri ríkisstjórnin  1959- 1971 tókst vel. Alþýðuflokkurinn  gerði það að skilyrði fyrir þátttöku í þeirri ríkisstjórn, að miklar og róttækar endurbætur yrðu gerðar á almannatryggingakerfinu og það var gert. Einnig gerði sú ríkisstjórn miklar endurbætur í efnahagsmálum. Síðari ríkisstjórn Alþýðuflokksins með Sjálfstæðisflokknum var meira stofnuð um eitt mál, þ.e. aðildina að EES samningnum en Alþýðuflokkurinn gerði aðildina að EES að skilyrði fyrir þáttöku í þeirri stjórn. Segja má,að vegna málefnanna hafi aðild Alþýðuflokksins að báðum þessum stjórnum verið vel réttlætanleg.

 

Endurbætur á velferðarkerfinu eru skilyrði

 

 En þá er spurningin hvernig Samfylkingunni muni ganga að tryggja framgang mála sinna að þessu sinni.Það var aldrei meining Samfylkingarinnar að  fyrsta stjórnaraðild flokksins yrði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin stefndi að því  að stýra ríkisstjórn án aðildar Sjálfstæðisflokksins. En það tókst ekki. En af þessum ástæðum verður mjög horft til þess hvort Samfylkingin fái nægilega mörg mál fram í hinu nýja stjórnaraamstarfi eða hvort það verða fyrst og fremst ráðherrastólarnir, sem samið verður um. Samfylkingin lagði höfuðáherslu á velferðarmálin í kosningabaráttunni, þ.e. málefni aldraðra,öryrkja,barna og heilbrigðiskerfið. Það er grundvallaratriði,  að nægilegar umbætur fáist í þessum málum öllum í nýju stjórnaramsamstarfi. Einnig hefur Samfylkingin skýra stefnu í umhverfismálum, sem hún mun einnig leggja mikla áherslu á. Ég hygg, að ekki muni ganga eins vel að koma fram stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Þar ber of mikið á milli flokkanna., .

Fróðlegt verður að sjá hverju fram vindur í viðræður Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins.

 

Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn