Það hefur vakið mikla athygli,að Davíð Oddsson lét þau orð falla í sjónvarpsviðtali sunnudaginn 22.febrúar 2004,að til greina kæmi ,að hann yrði dómsmálaráðherra,þegar Halldór tekur við embætti forsætisráðherra í haust. Sagði Davíð,að utanríkisráðherra þyrfti að vera mikið erlendis og hann sem formaður stjórnmálaflokks vildi ekki vera mikið utan lands. Hann vildi vera heima. Í þessu sambandi má geta þess,að Halldór hefur allan sinn ráðherraferil í stjórninni með Davíð verið utanríkisráðherra samhliða formennsku í Framsóknarflokknum!
Hættir Davíð?
Af þessu tilefni var rætt við Ólaf Harðarson stjórnmálafræðing í sjónvarpinu. Hann sagði,að þrátt fyrir þessi ummæli Davíðs teldi hann það enn opna spurningu hvort Davíð yrði innan eða utan stjórnar eftir 15.september n.k. Þó Davíð ætlaði sér að hætta gæti hann ekki gefið það upp nú. Hann mundi ekki gefa það upp fyrr en rétt áður en að ráðherraskiptum kæmi.Ef Davíð verður dómsmálaráðherra eða hættir í stjórninni verður Geir Haarde eða Björn Bjarnason utanríkisráðherra. Geir mun telja sig eiga tilkall til utanríkisráðherraembættisins,þar eð það er næstæðsta embætti ríkisstjórnarinnar og Geir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Björn Bjarnason mun hins vegar einnig sækja það fast að fá utanríkisráðherrastólinn, þar eð það mundi styrkja hann í baráttunni um formennskuna. Mun Björn í því sambandi benda á,að hann hafi alltaf haft mikinn áhuga á utanríkismálum og fylgst vel með þeim. Geir Haarde hefur verið formaður utanríkismálanefndar.Hann staðfesti í sjónvarpsviðtali 25.feb.sl.,að hann hefði áhuga á embættinu.
Davíð Oddsson var 24.febrúar, í opinberri heimsókn í Ukrainu.
Óánægja innan Sjálfstæðisflokksins
Svo virðist sem einhver óánægja sé innan Sjálfstæðisflokksins með það,að Halldór taki við forsætisráðherraembættinu af Davíð. Hefur Ingvi Hrafn á Útvarpi Sögu ítrekað gagnrýnt það,að Halldór taki við embætti forsætisráðherra og sagt,að Halldór væri að " ræna" embættinu. Ekki gengi,að 11% flokkur fengi embætti forsætisráðherra.Má búast við,að Ingvi Hrafn bergmáli einhverja óánægju innan Sjálfstæðisflokksins í þessu efni .Hvað sú óánægja ristir djúpt er ekki vitað.
Björgvin Guðmundsson
"Geir mun telja sig eiga tilkall til utanríkisráðherraembættisins,þar eð það er næstæðsta embætti ríkisstjórnarinnar."
|