Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Óvíst hvort Davíð verður áfram í stjórninni,segir Ólafur Harðarson

þriðjudagur, 24. febrúar 2004

 

 

 Það hefur vakið mikla athygli,að Davíð Oddsson lét þau orð falla í sjónvarpsviðtali sunnudaginn 22.febrúar 2004,að  til greina kæmi ,að hann yrði dómsmálaráðherra,þegar Halldór tekur við embætti forsætisráðherra  í haust. Sagði Davíð,að utanríkisráðherra þyrfti að vera mikið erlendis og hann sem formaður stjórnmálaflokks vildi ekki vera mikið utan lands. Hann vildi vera heima. Í þessu sambandi má geta þess,að Halldór hefur allan sinn ráðherraferil í stjórninni með Davíð verið utanríkisráðherra samhliða formennsku í Framsóknarflokknum!

 

Hættir Davíð?

 

 Af þessu tilefni var rætt við  Ólaf Harðarson stjórnmálafræðing í sjónvarpinu. Hann sagði,að þrátt fyrir þessi ummæli Davíðs teldi hann það enn opna spurningu hvort Davíð yrði innan eða utan stjórnar eftir 15.september n.k. Þó Davíð ætlaði sér að hætta gæti hann ekki gefið það upp nú. Hann mundi ekki gefa það upp fyrr en rétt áður en að ráðherraskiptum kæmi.Ef Davíð verður dómsmálaráðherra  eða hættir í stjórninni verður Geir Haarde eða Björn Bjarnason utanríkisráðherra. Geir mun telja sig eiga tilkall til utanríkisráðherraembættisins,þar eð það er næstæðsta embætti ríkisstjórnarinnar og Geir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Björn Bjarnason mun hins vegar einnig sækja það fast að fá utanríkisráðherrastólinn, þar eð það mundi styrkja  hann í baráttunni um formennskuna. Mun Björn í því sambandi benda á,að hann hafi alltaf haft mikinn áhuga á utanríkismálum og fylgst vel með þeim. Geir Haarde hefur verið formaður utanríkismálanefndar.Hann staðfesti í sjónvarpsviðtali 25.feb.sl.,að hann hefði áhuga á embættinu.

Davíð Oddsson var 24.febrúar, í opinberri heimsókn í Ukrainu.

 

Óánægja innan Sjálfstæðisflokksins

 

Svo virðist sem einhver óánægja sé innan Sjálfstæðisflokksins með það,að Halldór taki við forsætisráðherraembættinu af Davíð. Hefur Ingvi Hrafn á Útvarpi Sögu ítrekað gagnrýnt það,að Halldór taki við embætti forsætisráðherra og sagt,að Halldór væri að " ræna"  embættinu. Ekki gengi,að 11% flokkur fengi embætti forsætisráðherra.Má búast við,að Ingvi Hrafn bergmáli einhverja óánægju innan Sjálfstæðisflokksins í þessu efni .Hvað sú óánægja ristir djúpt er ekki vitað.

 

Björgvin Guðmundsson

"Geir mun telja sig eiga tilkall til utanríkisráðherraembættisins,þar eð það er næstæðsta embætti ríkisstjórnarinnar."

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn