Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Slæm kjör aldraðra og öryrkja

föstudagur, 12. desember 2003


Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir,að lögð skuli   áhersla að tryggja sérstaklega kjör þeirra  öryrkja,aldraðra og fatlaðra, sem lægstar tekjur  hafa. Hvernig hefur ríkisstjórnin efnt þetta fyrirheit? Á tímabilinu 1995-2002 hefur kaupmáttur  lífeyrisgreiðslna aldraðra  aukist
um
13,5% en á sama tímabili hefur kaupmáttur lágmarkslauna aukist um 44%.
Kjör öryrkja og aldraðra hafa því dregist verulega aftur úr í samanburði við kjör
launafólks með lægstu laun,ef litið er á það tímabil,sem núverandi stjórnarflokkar hafa verið við völd.  Fram til ársins 1995 var það lögbundið,að ellilaun skyldu fylgja launaþróun
 í landinu.Það var talið eðlilegt, að þegar launafólk fengi kauphækkun
fengju elli-og örorkulífeyrisþegar einnig sambærilega hækkun. En árið 1995 var skorið á þessi tengsl og ákveðið að ellilaun  skyldu " taka mið af launaþróun". Síðan hefur það verið geðþóttaákvörðun stjórnvalda hversu mikið laun  elli-og örorkulífeyrisþega skyldu hækka í kjölfar kauphækkana.Ekki hefur stjórnarflokkunum tekist vel að tryggja kjör aldraðra og örykja
síðan
skorið var á tengslin milli ellilauna og  launaþróunar. Það verður tæplega sagt,að ríkisstjórnin hafi staðið við  fyrirheit stjórnarsáttmálans í  því
efni. Ef vel hefði verið að verki staðið hefði átt að hækka  lífeyri elli og örorkulífeyrisþega meira en  sem nam hækkun lágmarkslauna á almennum markaði. Á þann hátt hefði mátt bæta kjör þessara hópa. Kjörin eru skammarlega lág og ekki hefði veitt af lagfæringu. En það var ekki gert,heldur  farið í öfuga átt! Ellilaun og örorkulífeyrir einstaklinga,grunnlaun, eru nú aðeins rúmar 20
þús kr á mánuði,fyrir skatt. Með fullri tekjutryggingu,heimilisuppbót og tekjutryggingarauka getur þetta farið í 90 þús. kr. fyrir skatt,ef ekki er um aðrar  tekjur að ræða.Auðvitað ættu þessi smánarlega lágu  laun að vera skattfrjáls. En svo er ekki.  Þegar búið er að greiða skatt af þessari
> upphæð standa eftir um 81 þús.kr. hjá einstaklingi.Algengt er að
> > einstaklingar meðal elli-og örorkulífeyrisþega   greiði fyrir húsnæði  40
> > þús. kr. á mánuði,með rafmagni og hita.Eftir standa þá 41 þús. kr. á
> mánuði
> > fyrir mat,fatnaði og öllum öðrum útgjöldum.Ekki er unnt að lifa
> mannsæmandi
> > lífi fyrir svo lága upphæð.Jón Magnússon lögmaður sagði í blaðagrein fyrir
> > skömmu,að  einstaklingur þyrfti að hafa a.m.k. 150 þús.kr. á mánuði eftir
> > skatt til þess að geta lifað mannsæmandi lífi.Ég tek undir það.  Ísland er
> > eitt ríkasta land í heimi  og ætti því að sjá sóma sinn í því að leiðrétta
> > myndarlega kjör aldraðra og öryrkja.
> >  Á því tímabili sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa
> farið
> > með völd á  Íslandi, frá 1995 til dagsins í dag hefur Framsóknarflokkurinn
> > farið með  málefni Tryggingarstofnunar ríkisins og þar á meðal  lífeyri
> aldraðra og öryrkja.Það er því Framsókn,sem ber ábyrgð á því hvernig kjör
> > aldraðra og öryrkja eru í dag. Flokkurinn,sem einu sinni var
> > félagshyggjuflokkur, getur ekki státað af því að hafa staðið í  ístaðinu
> í
> > þessum málaflokki. Framsókn hefur horft á kjör aldraðra og öryrkja rýrna í
> > samanburði við kjör láglaunafólks á almennum markaði  án þess að hafa
> nokkuð
> > gert í málinu. Og það sem verra er: Framsókn virðist ánægð  með  kjör
> > aldraðra og öryrkja  í dag.

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur

 

Birt í Mbl. 2003
> >
> >
> >
> >
> >
> >
> >
> >
>



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn