Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Það verður að bæta kjör eldri borgara strax

fimmtudagur, 30. ágúst 2007

 
 
 

Um þessar mundir er rúmt ár liðið frá því, að þáverandi ríkisstjórn og Landsamband eldri borgara gerðu með sér umdeilt  “ samkomulag” um lífeyrismál aldraðra og um hjúkrunar- og búsetumál..Ég taldi þetta samkomulag mjög lélegt og gagnrýndi það harðlega. M.a. sagði ég svo um málið í blaðagrein:

 

Fengu hungurlús í hækkun

 

"Mikil eftirvænting ríkti hjá mörgum eldri borgurum 1.ágúst, þegar launaseðlar Tryggingastofnunar ríkisins bárust þeim. Það var búið tala svo mikið um það í fjölmiðlum, ellilaunin mundu stórhækka, aldraðir áttu von á góðum glaðningi. Morgunblaðið sagði með stríðsletri þvert yfir forsíðu 20.júlí: Þetta er veruleg aukning bótagreiðslna. Það var því von, eldri borgarar ættu von á góðum glaðningi. En hvað kom upp úr launaumslögunum? 1258 krónur.Von , Pétur Guðmundsson (LEB) segði í viðtali við NFS um hækkunina: Það er ekki hægt hrópa hátt húrra fyrir henni. Þetta var hækkunin sem hinn dæmigerði ellilífeyrisþegi fékk.Hvernig mátti þetta vera. það var eingöngu hækkun á grunnlífeyri,sem flestir fengu.Grunnlífeyririnn var hækkaður í  24.131 krónur á mánuði. Þetta er upphæð sem dæmigerður ellilífeyrisþegi fær frá Tryggingastofnun eftir hafa greitt háa skatta til samfélagsins á langri starfsævi.Síðan er tekinn skattur af þessari hungurlús.Dæmigerður ellilífeyrisþegi,sem er í lífeyrisjóði  fær enga tekjutryggingu eða mjög skerta.( Á Norðurlöndum heldur hann óskertum bótum almannatrygginga þrátt fyrir tekjur úr lífeyrissjóði.)

Ellilífeyrisþegum  hafði verið  lofað 15000 kr. hækkun á mánuði eins og launþegar höfðu fengið samkvæmt samkomulagi aðila vinnumarkaðarins en  þegar til átti að taka voru það eins þeir sem voru á strípuðum bótum almannatrygginga,um 400 mann,sem fengu fullar 15 þúsud krónur. Þannig var framkvæmdin.

 

Gerir Samfylkingin betur?

 

Nú er komin ný ríkisstjórn. Samfylkingin  hefur sest í stjórn en hún lofaði miklum kjarabótum til handa eldri borgurum í kosningabaráttunni. Ekkert hefur gerst í þeim málum enn. Samfylkingin ræður þessum málum að vísu ekki ein. Samstarfsflokkurinn,Sjálfstæðisflokkurinn,  hefur einnig eitthvað um þessi mál að segja.Fram að áramótum fer Sjálfstæðisflokkurinn með málefni almannatrygginga og hjúkrunarheimili aldraðra en  almannatryggingar og málefni aldraðra flytjast til  félagsmálaráðuneytis um áramótin, þ.e. frá Guðlaugi Þór til  Jóhönnu Sigurðardóttur. Óskiljanlegt er hvers vegna þessi breyting var ekki látin eiga sér stað við stjórnarmyndunina.Ég blæs á þá skýringu, að  breyting sem þessi sé svo tímafrek  af tæknilegum ástæðum. Málefni ráðuneyta hafa oft áður verið flutt milli ráðuneyta án þess að það hafi þurft að taka marga mánuði.En það gildir  aldraða einu hver fer með málefni þeirra. Aðalatriðið er að kosningaloforðin séu efnd  og kjör þeirra bætt.

Í stjórnarsáttmál ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins er skýrt tekið fram að bæta eigi kjör eldri borgara. Þetta er orðað þannig,að styrkja eigi stöðu aldraðra. Einnig er talað um að bæta eigi kjör þeirra,sem minna mega sín og vinna að auknum jöfnuði.Þetta eru falleg orð og gætu staðið í stefnuskrá jafnaðarmanna.Spurningin er aðeins sú hvernig fer með framkvæmdina.Það er alla vega komið í ljós,að ríkisstjórnin telur ekkert liggja á í þessum efnum.Ríkisstjórnin virðist ekki átta sig á því, að hjá eldri borgurum er tíminn mjög dýrmætur.Þess vegna liggur á aðgerðum. Á sumarþinginu var engin tillaga  frá ríkisstjórninni um  hækkun á lífeyri aldraðra.Eina tillagan var um að 70 ára og eldri gætu verið á vinnumarkaðnum án þess að sæta skerðingu tryggingabóta. 67-70 ára sæta áfram skerðingu bóta almannatrygginga.

 

Sögðu stjórnmálamenn svíkja loforðin!

 

Fyrir síðustu kosningar var mikil ólga meðal eldri borgara vegna slæmra kjara þeirra. M.a. af þeim sökum  voru þeir alvarlega að íhuga sérframboð og var undirbúningur þess langt kominn þegar hætt var við

það.Ein aðalástæðan , sem eldri borgarar nefndu sem rökstuðning fyrir sérframboði var sú, að ekki væri unnt að treysta stjórnmálaflokkunum. Þeir lofuðu alltaf öllu fögru fyrir kosningar en sviku það síðan eftir kosningar.Mér þótti slæmt að heyra þetta sem fyrrverandi stjórnmálamaður á sviði sveitarstjórnarmála.Ég reyndi því að bera í bætifláka fyrir stjórnmálamennina.En nú þegar ekkert gerist i kjaramálum aldraðra rifjast upp fyrir mér fullyrðingar eldri borgara frá því fyrir siðustu kosningar: Þeir svíkja þetta allt saman.Ég vona,að þetta reynist ekki rétt.Ég vona,að stjórnmálamenn afsanni þá fullyrðingu, að þeir svíki alltaf kosningaloforðin. En þá verða þeir að láta  hendur standa fram úr ermum.Það gengur heldur ekki að draga málin á langinn. Það er ekki eftir neinu að bíða. Eldri borgarar þurfa aðgerðir nú þegar. Það verður að bæta kjör eldri borgara strax.

 

Björgvin Guðmundsson

Birt í Fréttablaðinu 30.ágúst 2007

 

 

 

 

 

 

 




N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn