Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Hverjir styðja kjarabaráttu aldraðra og öryrkja?

þriðjudagur, 3. september 2013

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík var haldinn 15.febrúar sl. Á fundinum var að vanda fjallað ítarlega um kjaramál eldri borgara en aldraðir hafa orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu undanfarin ár.Hafa eldri borgarar dregist mikið aftur úr í kjaramálum í samanburði við láglaunafólk. Aðalfundurinn krafðist þess, að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum yrði strax leiðréttur til samræmis við þær kauphækkanir, sem láglaunafólk hefði fengið á krepputímanum.En til þess að jafna muninn þarf að hækka lífeyri eldri borgara strax um 20%. Fundurinn krafðist þess einnig, að sú skerðing á kjörum aldraðra, sem ríkisstjórnin ákvað frá 1.júlí 2009, yrði strax afturkölluð. Ráðist á garðinn,þar sem hann er lægstur Kvað skyldu stjórnvöld hafa haft mikla fjármuni af eldri borgurum og öryrkjum vegna kjaraskerðingarinnar,sem tók gildi 1.júlí 2009 ? Hvað skyldu þau hafa sparað sér mikla fjármuni? Félagsmálaráðuneytið reiknaði það út í júní 2009.Samkvæmt þeim útreikningum lækkuðu greiðslur almannatrygginga til lífeyrisþega um 2,5 milljarða á ári vegna hækkunar á skerðingarhlutfalli tekjutryggingar.Ráðuneytið taldi sig ennfremur spara tæplega 1,9 milljarða kr. á ári vegna annarra sparnaðaraðgerða, þ.e .lækkunar frítekjumarks vegna atvinnutekna (úr 110 þús. kr. í 40 þús. kr. á mánuði), vegna breyttrar útreikningsaðferðar við úreikning grunnlífeyris o.fl. aðgerða. Sparnaður ríkisins vegna kjaraskerðingar aldraðra og öryrkja nemur því nær 4,4 milljörðum kr. á ári eða 16 milljörðum kr. sl.tæp 4 ár, fram til þessa. Þessa upphæð hafa stjórnvöld haft af öldruðum og öryrkjum vegna beinnar kjaraskerðingar. Þá er eftir að reikna út hvað haft hefur verið af lífeyrisþegum vegna þess að þeir hafa ekki fengið kjarabætur til samræmis við kauphækkanir láglaunafólks eins og tilskilið er í lögum um almannatryggingar.Samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar kostar það 10 milljarða á ári að hækka lífeyri aldraðra um 20%. Af þessum tölum er ljóst, að stjórnvöld hafa haft mikla fjármuni af öldruðum og öryrkjum á krepputímanum.Það má segja að ráðist hafi verið á garðinn, þar sem hann er lægstur. Geta svarað fyrir sig í kjörklefanum Félag eldri borgara í Reykjavík og Landssamband eldri borgara hafa ítrekað mótmælt kjaraskerðingu aldraðra við stjórnvöld og krafist kjaraleiðréttingar.En þessi mótmæli hafa verið hundsuð og ályktunum eldri borgara stungið undir stól.Hvað er þá til ráða? Eina vopnið,sem aldraðir og öryrkjar hafa er kjörseðillinn.Þeir geta svarað fyrir sig í kjörklefanum.Nú liggur fyrir frumvarp frá Hreyfingunni á alþingi um, að kjaraskerðingin frá 1.júlí 2009 verði afturkölluð.Eldri borgarar og öryrkjar þurfa að fylgjast vel með því hvaða þingmenn styðja það frumvarp,hvaða flokkar styðja það frumvarp.Ríkisstjórnin getur enn tekið sig á í þessu efni, ef hún vill. Hún getur afturkallað kjaraskerðinguna frá 2009.Ég hefi vakið athygli nýs formanns Samfylkingarinnar,Árna Páls Árnasonar, á því og skorað á hann að beita sér fyrir afturköllun kjaraskerðingarinnar. Eldri borgarar og öryrkjar þurfa að fylgjast vel með því, hvort það verður gert. Stofna þarf embætti umboðsmanns aldraðra Á nýafstöðnum aðalfundi FEB varpaði ég fram þeirri hugmynd, að stofnað yrði embætti umboðsmanns aldraðra.Það er mikil nauðsyn á því, þegar það blasir við, að stjórnvöld hundsa algerlega samtök eldri borgara.Umboðsmaður aldraðra gæti gætt hagsmuna aldraðra, ekki aðeins í kjaramálum heldur einnig í umönnunarmálum, t.d. varðandi hjúkrunarheimili fyrir aldraðra en mikill skortur er á þeim í dag og biðlistar lengjast á ný.Væntanlega mun nýtt þing og ný ríkisstjórm koma þessu máli í framkvæmd. Við munum berjast fyrir því að svo verði. Björgvin Guðmundsson Birt í Morgunblaðinu 9.mars 2013


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn