Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Hættu Davíð og Halldór vegna Íraksstríðsins?

þriðjudagur, 10. október 2006

 

Fimm ár voru liðin 11.september . frá árásinni á turnana tvo í New York.Í tilefni af því átti NFS viðtal við Jón Baldvin Hannibalssson, fyrrverandi utanríkisráðherra, en hann var sendiherra Íslands í Washington þegar árásin var gerð. Í viðtalinu vék Jón Baldvin að innrásinni í Írak. Hann sagði, að aðild Íslands að innrásinni í Írak væri mesti smánarbletturinn á sögu íslenska lýðveldsins.Ég er sammála því.

 

Verkefni rannsóknarnefndar alþingis

 

 Ég skrifaði nokkrar blaðagreinar um mál þetta. Í grein,sem ég skrifaði í Morgunblaðið um málið í mars 2003 lagði ég til, að alþingi skipaði rannsóknarnefnd til þess að rannsaka hvernig ákvörðun hefði verið tekin um, að Ísland styddi innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak.Össur Skarphéðinsson alþingismaður studdi þessa tillögu. En ekki  skipaði alþingi neina rannsóknarnefnd. Sú spurning vaknar undir hvaða kringumstæðum á að skipa rannsóknarnefnd á alþingi. Ef ekki á að gera það þegar talið er, að Ísland styðji  ólögmæta árás á annað ríki, hvenær á þá að gera það? Flest bendir til þess að ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina í Írak hafi verið tekin á  ólögmætan hátt. Tveir menn tóku þessa ákvörðun: Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Þeir lögðu málið ekki fyrir ríkisstjórn en lögum samkvæmt á að leggja öll mikilvæg stjórnarmálefni fyrir ríkisstjórn. Og þeir lögðu málið ekki fyrir utanríkismálanefnd alþingis en leggja ber öll mikilvæg utanríkismál fyrir þá nefnd.Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður kom fyrir utanríkismálanefnd og sagði þar, að hann teldi, að árásin á Írak hefði verið ólögmæt, þar eð hún hefði ekki notið stuðnings  Öryggisráðs Sþ. Árásin hefði því verið brot á alþjóðalögum.

 

Ólögmæt ákvörðun-ólögmætt stríð

 

Ég skrifaði blaðagrein um mál þetta í mars 2005 og sagði þar, að árásin á Írak hefði verið ólögmæt og ákvörðun Íslands um stuðning við árásina hefði verið tekin á ólögmætan hátt. Foringjar Sjálfstæðisflokksins  og Framsóknarflokksins, sem tóku umrædda ákvörðun upp á sitt eindæmi og báru málið ekki undir réttar stofnanir, sættu mjög mikilli gagnrýni vegna þess. Þeir hafa nú báðir sagt af sér. Ef til vill gerðu þeir það vegna Íraksmálsins. Þeir  hafa ef til vill fundið gagnrýni þjóðarinnar og komist að þeirri niðurstöðu, að þeir hafi gert rangt.Margir telja,að það sé einmitt Íraksstríðið,sem hafi átt stærsta þáttinn í fylgistapi Framsóknarflokksins.Framsóknarflokkurinn var áður alltaf flokkur, sem studdi frið í heiminum og var andvígur hvers konar hernaðarbrölti. Steingrímur Hermannsson,fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra hefur gagnrýnt harðlega aðild Framsóknarflokksins að stuðningi við stríðið í Írak og hann telur,að  það mál hafi farið illa með Framsókn.Hins vegar virðist alveg sama hvað Sjálfstæðisflokkurinn gerir.Fylgi hans er alltaf óbreytt.Kjósendur Sjálfstæðisflokksins virðast kæra sig kollótta um það þó flokkur þeirra hafi stutt ólögmæta árás á annað ríki og þó ákvörðun um það hafi verið tekin á ólögmætan hátt.

 

Gagnrýnin hefur áhrif

 

Það  er stundum sagt,að stjórnmálaforingjar láti  gagnrýni ekki hafa nein áhrif á sig. Þeir hafi svo þykkan skráp.En þetta er ekki rétt. Við höfum tvo nýleg dæmi um stjórnmálmenn sem sögðu af sér vegna mikillar gagnrýni. Finnur Ingólfsson,sem var ráðherra og erfðaprins Framsóknarflokksins  sagði af sér. Hann viðurkenndi síðar í blaðaviðtölum að pólitískar árásir á hann hefðu farið illa með hann og fjölskyldu hans.Árni Magnússon,sem var ráðherra og vonarstjarna Framsóknar sagði einnig af sér  alveg óvænt. Þó hann viðurkenndi það ekki í blaðaviðtölum,að mikil gagnrýni á hann hefði valdið afsögn hans, þá var það álit margra að sú hefði verið aðalástæðan. Líklegt er ,að  mikil gagnrýni á Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson vegna Íraksstríðsins hafi átt stóran þátt í því að þeir ákváðu báðir að hætta í pólitík. Þeir sögðu báðir af sér.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu 26.oktober 2006



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn