Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Þjóðin á að eiga bankana

þriðjudagur, 9. desember 2008

 
Einkavæðing bankanna mistókst. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans til einkaaðila var algert klúður.Í fyrstu var ákveðið að hafa dreifða eignaraðild að einkavæddu bönkunum og að enginn mætti eiga meira en 3-5%% eignarhlut. En eftir að Björgólfur Guðmundsson talaði við þáverandi forsætisráðherra var horfið frá þessu markmiði og  samþykkt að Björgólfur,ásamt syni sínum og þriðja aðila mætti kaupa  ráðandi  hlut í Landsbankanum. Við þessa ákvörðun var gengið framhjá einkavæðingarnefnd. Margir telja,að Landsbankinn hafi verið seldur á alltof lágu verði. Eftir að þetta hafði verið ákveðið  eða samhliða var ákveðið að hópur fyrrum Sambandsmanna mætti kaupa Búnaðarbankann.Fengu þeir m.a. lán í Landsbankanum til þess að geta keypt bankannI Þessir tveir bankar voru m.ö.o. seldir einkavinum stjórnarflokkanna. Í því fólst klúðrið.Þorvaldur Gylfason prófessor segir,að bankarnir hafi verið afhentir mönnum,sem ekki kunnu að reka banka. Hann segir,að  það hefði átt að selja bankana kunáttumönnum,fagmönnum. Eitt er víst,að þessir aðilar,sem keyptu bankana settu þá í þrot vegna óvarkárni  við rekstur bankanna. Þeir tóku alltof mikil erlend lán,  voru  óvarkárir. Þeir byggðu á því að geta tekið ný og ný erlend lán til þess að greiða eldri lán og þegar lánalínur lokuðust erlendis fóru þeir í þrot.
 
Til þess eru vítin að varast þau
 
Nú eru stóru einkabankarnir 3 allir komnir í eigu ríkisins á ný.En þó ekki hafi verið svo nema í nokkrar vikur er samt strax farið að ræða um að selja bankana til einkaaðila! Hafa menn ekkert lært? Eru ekki vítin til þess að varast þau? Ég  tel bankana best komna í höndum ríkisins. Ef bankarnir hefðu haldist í höndum ríkisins og engin einkavæðing hefði átt sér stað  hefðu  þeir ekki komist í þrot. Ríkisbankarnir voru ekki í  fjárfestingum erlendis  og gífurlegum lántökum  ytra
 til þess að fjármagna fjárfestinguna.En það var þessi fjárfesting  erlendis og gífurlegar lántökur,sem settu bankana á hausinn.Ég tel,að ríkið eigi að reka bankana og fara varlega í allar breytingar. Það kæmi til greina  síðar,að  leyfa lífeyrissjóðunum að kaupa hlut í bönkunum.En ég er andvígur því að hleypa erlendum aðilum inn í bankana. Bankar  hafa unnvörpum orðið gjaldþrota erlendis ekki síður en hér og það er engin trygging fyrir öruggum rekstri að fá útlendinga inn í bankana
 
Markmið einkabankanna að braska og græða
.
 
Meðan bankarnir eru í höndum ríkisins,þjóðarinnar, er markmiðið með rekstri þeirra að þjóna viðskiptavinum vel,einstaklingum og fyrirtækjum.Í höndum einkaaðila er markmiðið að græða sem mest  á rekstrinum.Vaxtamunur jókst við einkavæðinguna,þjónustugjöld voru hækkuð og bankarnir fóru út í alls konar verðbréfabrask og fjárfestingarbrask,sem að lokum varð þeim að falli.Það var orðið meira atriði hjá einkabönkunum að kaupa og selja fyrirtæki en að þjóna viðskiptaaðilum  sínum. Bankarnir sýndu stórar tölur  yfir gróða af þessu braski en þetta var pappírsgróði,sem lítið var á bak við.Almenningur var öruggur með sparifé sitt í ríkisbönkunum.En margir hafa tapað stórfé á því að geyma sparifé sitt í ýmsum sérsjóðum,sem sparifjáreigendur voru lokkaðir inn í  hjá einkabönkunum. Eldra fólk,sem sagði nei takk við peningamarkaðssjóðum og öðrum sérsjóðum einkabankanna og hélt sig við gömlu sparisjóðsbókina slapp við tap og áföll.Um  leið  og einkaaðilum er hleypt inn í ríkisbankana byrjar þessi leikur  á ný..Þá verður aftur farið að  gylla fyrir sparisjóðseigendum alls konar kostaboð,hærri vexti á sérreikningum,sem sagði eru án áhættu en  svo er ekki.
Björgvin G. Sigurðsson viiðskiptaráðherra var að segja, að til greina kæmi að hleypa erlendum aðilum inn í ríkisbankana.Ég er andvígur því. Ég tel,að ríkið eigi að eiga og reka bankana næstu árin. Þeir eru best komnir í höndum þjóðarinnar.
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Fréttablaðinu 8.des.2008


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn