Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Kaþólskari en páfinn!

fimmtudagur, 29. janúar 2004

 

 

Umræður fóru fram utan dagskrár á alþingi 28.janúar 2004 um stríðið í Írak og stuðning Íslands við það. Guðmundur Árni Stefánsson,alþingismaður Samfylkingarinnar hóf umræðuna. Kvað hann nú komið í ljós,að engin gereyðingarvopn væru í Írak og allt benti til þess að  engin gereyðingarvopn eða efnavopn hefðu verið til staðar í Írak,þegar Bandaríkin og Bretar hófu innrás í landið. Styrjöldin við Írak hefði því verið háð á fölskum forsendum. Gagnrýndi Guðmundur Árni harðlega,að ríkisstjórn Íslands skyldi lýsa yfir stuðningi við styrjöldina gegn Írak.

 

   RÍKISSTJÓRNIN BIÐJIST AFSÖKUNAR

 

Guðmundur Árni sagði, að ríkissstjórnin ætti að biðjast afsökunar á mistökum sínum í þessu efni. Steingrímur J. Sigfússon,alþingismaður,formaður VG, sagði,að ríkisstjórin ætti að taka Ísland af lista hinna staðfestu ríkja,sem lýst hefðu stuðningi við stríðið. Utanríkisráðherra  svaraði og lamdi hausnum við steininn. Hann viðurkenndi að vísu að ástandið í Írak hefði verið ýkt en sagði,að samt hefði verið full ástæða til þess að koma Saddam Hussein frá og fara í stríð þess vegna.Er ráðherrann kaþólskari en páfinn í þessu efni,þar eð Bandaríkin hafa dregið meira í land í málinu að undanförnu en Halldór. Powell,utanríkisráðherra Bandaríkjanna viðurkennir nú,að engin gereyðingarvopn séu í Írak og  fyrrverandi yfirmaður vopnaleitar Bandaríkjamanna í Írak,Keys,segir,að engin gereyðingarvopn séu í Írak og hafi ekki verið þar frá Persaflóastríðinu.

 

 BROT Á ALÞJÓÐALÖGUM

 

Steingrímur J.Sigfússon benti á það í sjónvarpsþættinum,Ísland í dag,á Stöð 2 í gærkveldi,að ekki væri  heimilt samkvæmt alþjóðalögum að fara í stríð gegn öðru ríki til þess að að koma valdhöfum viðkomandi ríkis frá. Það hefði einungis verið löglegt að fara í stríð gegn Írak til þess að uppræta þar gereyðingarvopn,ef þau hefðu verið til staðar. En auk þess var það aldrei samþykkt í Öryggisráði Sþ. að fara í stríð við Írak.

Það er því ljóst,að  það var brot á alþjóðalögum að fara í stríð við Írak og íslenska ríkisstjórnin braut landslög með því að ákveða að  styðja stríð gegn Írak án þess að leggja það mál fyrir utanríkismálanefnd og alþingi.

 

Björgvin Guðmundsson

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn