Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Framsóknarforustan með puttana í vali á borgarstjóra

mánudagur, 29. nóvember 2004

 

Fréttablaðið skýrir frá því 11.nóvember,að samkomulag hafi verið orðið milli borgarfulltrúa R-listans um,að Dagur B.Eggertsson yrði nýr borgarstjóri í stað Þórólfs Árnasonar.En þá hafi forusta Framsóknarflokksins lagst gegn því á þeim forsendum,að R-listinn ætti ekki að ala upp nýjan leiðtoga fyrir Samfylkinguna.Er þetta ekki í fyrsta sinn,sem forusta Framsóknar beitir bolabrögðum gegn R-listanum. Hún gerði það einnig þegar Ingibjörg SólrúnGísladóttir tilkynnti,að hún ætlaði að bjóða sig fram til varasætis á þinglista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þá krafðist forusta Framsóknar þess, að  Ingibjörg Sólrún léti af borgarstjóraembættinu.Linnti forusta Framsóknar ekki látum fyrr en Ingibjörgu Sólrúnu hafði verið bolað úr embætti borgarstjóra en hún var reiðubúin til þess að  gegna borgarstjóraembættinu út kjörtímabilið samhliða varaþingmennsku.Forusta Framsóknar átti síðan stóran þátt í því að fá Þórólf Árnason til starfa í stað Ingibjargar.

 

 

 

Alfreð Þorsteinsson hefur fengið orð fyrir það,að vera sjálfstæður og að láta flokksforustuna ekki beygja sig. T.d. stóð hann sig mjög vel í fjölmiðlamálinu og átti þátt í því að stöðva hið illræmda fjölmiðlafrumvarp. Kunni formaður Framsóknarflokksins honum litlar þakkir fyrir. Því veldur það undrun, ef hann hefur nú látið forustu Framsóknar beygja sig við val á nýjum borgarstjóra. Dagur B.Eggertsson skýrir frá því í viðtali við Fréttablaðið,að Alfreð Þorsteinsson hafi komið að máli við sig og spurt hann hvort hann vildi taka við embætti borgarstjóra.Kvaðst Dagur hafa verið upp með sér vegna þessa.Allir borgarfulltrúar voru reiðubúnir að samþykkja Dag en þá kippti flokksforusta Framsóknar í taumana. Anna Kristinsdóttir gugnaði strax. Því verður ekki trúað,að Alfreð hafi einnig gugnað  en þó kann svo vel að vera.

 Nokkrir brestir hafa komið í samstarf R-listans við þau átök,sem urðu við val á nýjum borgarstjóra. Framtíðin mun leiða í ljós hvort það tekst að bæta þá bresti fyrir næstu kosningar til borgarstjórnar.En það er óþolandi,að  forusta Framsóknar skuli ítekað blanda sér í málefni R-listans og beita bolabrögðum. Það styrkir ekki listann.

 Sú yfirlýsing Vinstri grænna,að þeir gætu ekki lengur treyst Þórólfi Árnasyni  sem borgarstjóra hefur einnig veikt samstarfið.Segja má,að þar með hafi þeir sett hinum flokkunum stólinn fyrir dyrnar.Hið sama má segja um afstöðu Framsóknar til Dags B.Eggertssonar sem borgarstjóra.Eftir afskipti flokksforustu Framsóknar neituðu fulltrúar Framsóknar að styðja Dag B. Eggertsson  þrátt fyrir  samstöðu áður.Framsókn vildi heldur ekki styðja Stefán Jón Hafstein sem borgarstjóra.

 Steinunn Valdís,væntanlegur borgarstóri, hefur reynst duglegur borgarfulltrúi og er öllum knútum kunnug á sviði borgarmála eftir 10 ára starf í borgarstjórn. Hún er skelegg og gæti reynst vel sem borgarstjóri.Þegar hún hefur öðlast vissan borgarstjórasvip og örlítið meiri hógværð en hún hefur haft til þessa gæti hún orðið ágæt. 

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 29.nóv.  2004

  



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn