Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Framsókn verður að rjúfa stjórnina

sunnudagur, 11. júní 2006

 

 

Halldór Ásgrímsson tilkynnti á Þingvöllum 5.júní sl., að hann hefði ákveðið að segja af sér sem forsætisráðherra.Jafnframt kom fram, að hann mundi láta af störfum formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi á þessu ári.

 

Ráðagerðir fóru út um þúfur

 

  Ráðgert hafði verið, að formaður og varaformaður Framsóknar mundu láta af forustu Framsóknar strax og Finnur Íngólfsson taka við formennsku í flokknum og embætti fjármálaráðherra.Þessar ráðagerðir fóru út um þúfur. Ekki var samstaða um þær í flokknum.Halldór Ásgrímsson frestaði því afsögn sinni sem formaður til næsta flokksþings. 

 

Virðingarvert hjá Halldóri

 

  Halldór Ásgrímsson sagði á Þingvöllum, að hann væri að axla ábyrgð  vegna    stöðu Framsóknarflokksins eftir sveitarstjórnarkosningarnar.Það er virðingarvert, að Halldór skuli bregðast við úrslitum sveitarstjórnarkosninganna með afsögn sinni.Það er nýtt í íslenskum stjórnmálum, að slíkt sé gert. Að vísu hefur Halldór sjálfsagt  verið farinn að hugleiða afsögn án tillits til úrslita síðustu kosninga.Hann er búinn að vera lengi í pólitík og það er erfitt starf að vera stjórnmálamaður.

 

Dugar ekki til að rétta flokkinn við

 

  Hins vegar er spurning hvort það  dugar til þess að rétta Framsókn við, að  skipta um mann í brúnni.Tökum dæmi: Ef Finnur Ingólfsson tekur við formennsku verður ekki mikil stefnubreyting. Stefna Halldórs og Finns í þjóðmálum er mjög   svipuð. Þeir eru báðir hægri sinnaðir. Halldór hefur fært flokkinn til hægri og Finnur er áreiðanlega sammála  stefnumótun Halldórs. Guðni Ágústsson er hins vegar fulltrúi róttækari arms flokksins og því gæti hann færst flokkinn örlítið til vinstri.

 

Metur völdin meira en hugsjónir

 

 Það er áreiðanlegt, að fylgishrun Framsóknar hefur átt sér stað fyrst og fremst vegna samvinnunnar við Sjálfstæðisflokkinn. Framsókn hefur stutt stefnu Sjálfstæðisflokksins að mestu leyti og á meðan ekki verður breyting þar á eykst ekki fylgi Framsóknar á ný. Framsókn hefur metið völdin meira en gamlar hugsjónir Framsóknar um samvinnustefnu og félagshyggju.

 

Með íhaldinu í borgarstjórn

 

Þetta kom vel í ljós við  stjórnarmyndun eftir síðustu þingkosningar og við myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.Í borgarstjórn ákvað Framsóknarflokkurinn að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum áður en nokkuð var farið að ræða málefni.Það var einungis hugsað um völdin. Það dugði Framsókn að fá formennsku í borgarráði. Flokkurinn hugsaði ekkert um að viðhalda samstarfi R-listaflokkanna,sem höfðu unnið saman í 12 ár með góðum árangri.

 

Best að rjúfa stjórnina

 

 Erfitt er að sjá, að Framsókn rétti við í óbreyttu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.Besta leiðin til þess að bæta hag Framsóknar er að rjúfa stjórnarsamstarfið. Kjósendur hafa  sent Framsókn skýran boðskap um að þeir vilji  breytta  stefnu.Annar hver kjósandi yfirgaf Framsókn í sveitarstjórnarkosningunum. Túlka má þennan boðskap sem svo, að kjósendur vilji að Framsókn rjúfi stjórnina. Framsókn ætti að taka mark á boðskap kjósenda.

 

Björgvin Guðmundsson

 

.

 

 

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn