Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Mesti viðskiptahalli í sögu lýðveldisins

föstudagur, 10. mars 2006

 

Nýjar tölur frá Hagstofu Íslands og Seðlabanka um viðskiptajöfnuðinn árið 2005 leiða í ljós, að halli á viðskiptum við útlönd nam 164,1 milljarði króna síðast liðið ár.Er þetta mesti viðskiptahalli í sögu íslenska lýðveldins.Hallinn var tvöfalt meiri í fyrra en árið áður.Halli á vöruskiptajöfnuðinum við útlönd nam 93 milljörðum króna.En auk þess var mikill halli á þjónustujöfnuði.Á fjórða ársfjórðungi 2005 varð 53,1 milljarða króna halli á viðskiptajöfnuðinum miðað við 35,2 milljarða halla á sama tímabili árið áður.Strax og tölur þessar höfðu verið birtar veiktist gengi íslensku krónunnar.  Þessi mikli viðskiptahalli er mikið áhyggjuefni. Það gengur ekki til lengdar að vöruinnflutningur  sé mun meiri en  vöruútflutningur og þjónustugjöld mun meiri en þjónustutekjur. Það kemur að skuldadögum.

Mikil skuldsetning bankanna

Á sama tíma  og fréttir berast af hinum mikla viðskiptahalla birtist skýrsla frá einu stærsta verðbréfafyrirtæki heims,Merrill Lynch,  um íslensku bankana og  miklar erlendar skuldir þeirra  en alls nema þær  nú 1200 milljörðum  króna! Merrill Lynch lýsir áhyggjum af mikilli skuldsetningu íslensku bankanna og bendir jafnframt á mikil eignatengsl íslensku bankanna og stærstu íslensku fyrirtækjanna,sem hafa haslað sér völl erlendis.Telur Merrill Lynch,að lánshæfi íslensku bankanna sé ofmetið af Fitch Ratings og Moody´s.Þessi fyrirtæki taki ekki nægilegt mið af kerfislægri áhættu á fjármálamarkaðnum á Íslandi við mat á  lánshæfi íslensku bankanna.

Skuldirnar 250% af landsframleiðslu

 Skuldir þjóðarbúsins í heild   hafa aukist mikið og nema nú 250 % af landsframleiðslu.Ekkert ríki í Vestur Evrópu skuldar svo mikið  og raunar eru þessar skuldir með því mesta í heimi. Ísland er 5.skuldugasta ríki heims.Hagfræðingar telja,að  erlendar langtímaskuldir ættu ekki að vera meiri en  50% af landsframleiðslu.Ljóst er því,að langtímaskuldir íslenska þjóðarbúsins eru komnar langt fram úr því,sem eðlilegt getur talist.

Björgvin Guðmundsson 

Birt í Fréttablaðinu  7.apríl  2006



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn