Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Verður Hjálmari vikið úr nefndum þingsins?

fimmtudagur, 9. desember 2004

 Hjálmar Árnason,formaður þingflokks Framsóknarflokksins sagði í Silfri Egils sunnudaginn 28.nóvember,að    til greina kæmi að  Ísland endurskoðaði stefnuna í Íraksmálinu. Ísland hefði fengið rangar upplýsingar áður en innrásin var gerð.Egill Helgason gekk á Hjálmar og spurði hvort taka ætti Ísland af lista hinna staðföstu ríkja. Hjálmar hikaði í fyrstu.En þegar Egill gekk á hann á ný svaraði Hjálmar: Svar mitt er já.Mér finnst það koma til greina.

 Hann fékk bágt fyrir hjá forustumönnum ríkisstjórnarinnar,forsætis-og utanríkisráðherra. Hjálmar byrjaði því að draga í  land og sagði,að orð sín hefðu verið oftúlkuð!

Það var mikil bjartrýni hjá Hjálmari að halda að menn mættu hafa sjálfstæða skoðun í Framsóknarflokknum. Spurningin er nú þessi:Verður Hjálmari vikið úr nefndum þingsins fyrir að óhlýðnast foringjanum! Það varð hlutskipti Kristin Gunnarssonar fyrir sömu sakir.Og í því máli var það einmitt Hjálmar,sem var látinn framkvæma óhreinu verkin gagnvart Kristni.

 Á alþingi er nú til meðferðar  tillaga frá öllum stjórnarandstöðuflokkunum um að rannsakað verði hvernig sú ákvörðun var tekin að láta Ísland lýsa yfir stuðningi við árás á Írak.Einnig hefur Steingrímur J. Sigfússson óskað eftir því ,að lögð verði fram í utanríkismálanefnd þau gögn er ráðherrar höfðu undir höndum þegar þeir tóku umrædda ákvörðun.

Valgerður Bjarnadóttir viðskiptafræðingur og pistlahöfundur í Fréttablaðinu sagði í Silfri Egils nýlega að  “ tveir karlar” hefðu ákveðið upp á sitt eindæmi að breyta utanríkisstefnu Íslands og láta Ísland samþykkja árás á annað ríki! Þar átti hún við forsætis-og utanríkisráðherra. En eins og margoft hefur komið fram var það hvorki lagt fyrir ríkisstjórn  né alþingi, eða utanríkismálanefnd að taka ákvörðun um árás á Írak.Í umræddum þætti sagði Valgerður,að það hefði verið tekið skýrt fram,þegar Ísland gekk í NATO,að Ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her og mundi ekki fara með ófriði á hendur neinni annarri þjóð. Sérstaða Íslands í þessu efni hefði verið viðurkennd.Sérstaða Íslands var einnig viðurkennd,þegar Íslands gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum. Það hefði að sjálfsögðu átt að ræða það á alþingi hvort breyta ætti utanríkisstefnu Íslands í þessu efni.Raunar er skylt að leggja öll mikilvæg utanríkismálefni fyrir utanríkismálanefnd. Þannig,að þegar forsætisráðherra og utanríkisráðherra ákváðu að sniðganga utanríkismálanefnd í þessu stóra máli voru þeir að brjóta lög og þingsköp alþingis. Mörður Árnason sagði á alþingi fyrir fáum dögum að forsætisráðherra ætti að segja af sér af þessum sökum. Vissulega er það rétt. Hér voru framin alvarleg afglöp í starfi.

 Þjóðarhreyfingin hefur nú ákveðið að birta auglýsingu í stórblaðinu New York Times  til þess að biðjast afsökunar á því fyrir hönd íslensku þjóðarinnar að Ísland skuli hafa lýst stuðningi við árásina á Írak. Er nú hafin fjársöfnun til þess að kosta birtingu umræddrar auglýsingar en hún mun kosta um 3 millj. kr. Hér er um athyglisvert framtak að ræða og ber að fagna því. Þess er ekki að vænta,að ráðmenn þjóðarinnar striki  Ísland af lista hinna staðföstu þjóða í bráð og á meðan þess er beðið er það gott úrræði að birta auglýsingu í New York Times og biðja þjóðir heims afsökunar á því að Íslendingar,sem ætíð hafa verið friðelskandi þjóð, skuli hafa stutt stríðið í Írak En krafan er samt semn áður sú,að Ísland verði strikað út af lista hinna staðföstu þjóða,sem studdu stríðið. Það er smánarblettur á þjóðinni að Ísland skuli vera á listanum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 9.des. 2004

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn