Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Endurskoðun almannatrygginga á villigötum

fimmtudagur, 1. nóvember 2012

Í desember 2011 birti Hagstofan niðurstöðu nýrrar neyslukönnunar.Árlega birtir Hagstofan slíka könnun en hún sýnir meðaltalsneysluútgjöld heimila og einstaklinga í landinu.Samkvæmt síðustu könnun nema meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu 277 þúsund krónum á mánuði, þegar tekið hefur verið tillit til hækkunar neysluverðs frá því könnunin var gerð.Samtök aldraðra telja að miða eigi lífeyri aldraðra frá Tryggingastofnun við neyslukönnun Hagstofunnar.Það vantar mikið á, að því marki sé náð, þar eð hæsti lífeyrir aldraðra einhleypinga (lágmarksframfærslutrygging) er aðeins 167 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Engir skattar eru inni í neyslukönnun Hagstofunnar.Aldraðir telja að leiðrétta megi lífeyri aldraðra til samræmis við neyslukönnunina í áföngum.

Endurskoðun án almennrar hækkunar lífeyris

Á sama tíma og svona mikið vantar á, að lífeyrir aldraðra sé eðlilegur, er verið að endurskoða almannatryggingar á vegum velferðarráðuneytisins án þess að gera ráð fyrir nokkurri almennri hækkun lífeyris aldraðra. Það gengur þvert gegn stefnu kjaramálanefnda Landssambands eldri borgara og Félags eldri borgara í Reykjavík.Kjaramálanefndir beggja þessara samtaka hafa ályktað, að markmið endurskoðunar almannatrygginga eigi að vera að bæta kjör aldraðra (og öryrkja) en ekki einungis að gera tilfærslur innan kerfisins eða sameina bótaflokka. Hér fer á eftir ályktun kjaramálanefnda beggja samtakanna (þær voru samhljóða):

Markmið endurskoðunar laga um almannatryggingar á að vera að bæta kjör aldraðra ( og öryrkja) en ekki eingöngu að sameina bótaflokka og gera tilfærslur innan kerfisins.Eftir að lífeyrisþegar hafa mátt sæta mikilli kjaraskerðingu undanfarin ár er tímabært, að þeir fái myndarlega leiðréttingu á sínum kjörum.Sú leiðrétting verður að koma til framkvæmda strax árið 2012.Afturkalla verður strax kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 1.júlí 2009.Þeir, sem höfðu grunnlífeyri hjá almannatryggingum fyrir þann tíma eiga að fá hann á ný að öðru óbreyttu.Ekki er rétt að fella grunnlífeyri niður heldur ber að halda honum. Frítekjumark vegna atvinnutekna verði hækkað a.m.k. í það,sem það var í fyrir 1.júlí 2009, þ.e. í 110 þús.kr. á mánuði.Frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði verði 150 þús. á mánuði og stefnt að því að afnema með öllu skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Frítekjumark vegna fjármagnstekna verði einnig hækkað verulega.

Við endurskoðun almannatrygginga ber að halda frítekjumörkum.Ekkert gagn er í því að draga örlítið úr skerðingu tryggingabóta vegna annarra tekna en frá almannatryggingum heldur verður að gera það myndarlega.

2 milljarðar hafðir af bótaþegum

Endurskoðun laganna um almannatryggingar nú virðist fyrst og fremst ganga út á það að breyta lítillega tekjutengingum og fækka bótaflokkum án þess að hækka bætur þeirra,sem hafa engar tekjur nema frá TR.Endurskoðunin er á villigötum.Breytingin á að taka gildi 2013.Hugsunin er sú, að engin breyting bóta verði á árinu 2012 önnur en sú lítilfjörlega hækkun bóta, um 3,5%, sem deilt hefur mikið verið um undanfarið.Þessi hækkun er aðeins rúmlega helmingur þess, sem samið var um í tengslum við kjarasamningana vorið 2011.Það vantar 2 milljarða upp á, að rétt hækkun skili sér.Það á að hindra frekari hækkun bóta 2012 og endurskoðunarnefnd almannatrygginga ætlar að hjálpa til þess að halda bótunum niðri á því ári.En ekki nóg með það.Árið 2013 á heldur ekki að verða nein almenn hækkun bóta umfram þá hungurlús,sem stjórnvöld vilja skammta lífeyrisþegum vegna kjarasamninga en þá verður skammturinn aðeins 3,25%, sem áfram verður aðeins rúmlega helmingur þess,sem vera átti samkvæmt samkomulagi við ríkisstjórnina. Eldri borgarar geta ekki sætt sig við þessa meðferð.Þeir krefjast þess, að lífeyrir þeirra verði leiðréttur myndarlega strax árið 2012 meðal annars með hliðsjón af því, að hagvöxtur er byrjaður og kreppan búin.Hagvöxtur var 3,7% fyrstu 9 mánuði árins.Jafnframt krefjast eldri borgarar þess, að kjaraskerðingin frá 1.júlí 2009 verði strax afturkölluð og að grunnlífeyrir haldist.

Björgvin Guðmundsson

Birt í Mbl. 10.jan.2012



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn