|
Fátæku löndin fá ekki aðgang að mörkuðum ríku landannaþriðjudagur, 23. desember 2003
|
Alþjóðavæðingin hefur verið til góðs fyrir heimsviðskiptin. Einkum hefur hagur iðnríkjanna batnað mikið við alþjóðavæðinguna. Þróunarlöndin hafa hins vegar ekki fengið að taka fullan þátt í alþjóðavæðingunni. Iðnríkin hafa ekki viljað opna markaði sína fyrir hinum ódýru landbúnaðarvörum þróunarlandanna. Þau vernda markaði sína svo mjög með niðurgreiðslum og tollmúrum, að ódýrar landbúnaðarvörur fátæku landanna komast ekki inn á þessa markaði nema að mjög litlu leyti. Ráðstefna Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar ( WTO) í Cancun í Mexico átti að freista þess að leiðrétta þetta misrétti að einhverju leyti þannig að fátæku löndin kæmu landbúnaðarvörum sínum í auknum mæli inn á markaði ríku landanna. En ráðstefnan fór út um þúfur. Þegar á reyndi voru ríku löndin ekki tilbúin til þess að opna markaði sína fyrir ódýrum landbúnaðarvörum fátæku landanna. Það er talað mikið um það í ræðum á Vesturlöndum og í iðnríkjum um allan heim að hjálpa þurfi þróunarlöndunum. Og víst láta Vesturlönd mikla aðstoð til fátækustu landanna. En þegar kemur að viðskiptahagsmunum iðnríkjanna þá vilja þau ekki missa neitt af sínum hagnaði. Iðnríkin vilja frjálsa verslun þar sem það hentar þeim en þau vilja ekki opna markaði sína fyrir ódýrari landbúnaðarvörum frá fátæku löndunum. En besta hjálpin við fátæku löndin væri einmitt sú að leyfa þeim að taka að fullu þátt í frjálsri verslun,veita þeim aðgang að mörkuðum ríku iðnríkjanna.
MEIRI PENINGAR TIL HERNAÐAR EN TIL FÁTÆKRA LANDA
Einn virtasti hagfræðingur samtímans,Jeffrey D.Sachs, var hér á ferð fyrir skömmu og gerði þessi mál að umtalsefni. Hann er sérstakur ráðgjafi Kofi Annan,aðalritara Sameinuðu þjóðanna í málefnum þróunarlandanna en Sþ. vinna nú að því að draga úr fátækt í heiminum, jafna lífskjörin. Sachs gegndi stöðu prófessors í hagfræði við Harvard háskóla í tvo áratugi.Hann hefur verið efnahagsráðgjafi margra ríkisstjórna í Austur-Evrópu,í S-Ameríku og í Afríku. Sachs var mjög harðorður í ræðum og viðtölum hér á landi um ástandið í málefnum fátæku landanna. Gagnrýndi hann iðnríkin,ekki síst Bandaríkin, harðlega fyrir aðgerðarleysi í þessum málum. Hann gagnrýndi einnig Bandaríkin harðlega fyrir fjáraustur til hernaðar í Írak og í öðrum heimshlutum og sagði,að framlög Bandaríkjanna til aðstoðar þróunarlöndum væru aðeins brot þeirra framlaga,er þau létu til hernaðar.
SAMA VERNDARSTEFNAN Á ÍSLANDI
Ísland hefur staðið með iðnríkjunum á alþjóðaráðstefnum WTO um frjálsari viðskipti. Ísland hefur stutt þá stefnu iðnríkjanna að opna mjög lítið markaðina fyrir ódýrum landbúnaðarvörum þróunarlandanna. Bandaríkin hindra innflutning á ódýrri baðmull frá fátækum löndum í Afríku til þess að vernda eigin baðmullarframleiðslu. Ísland torveldar innflutning á kjöti og grænmeti til þess að vernda eigin framleiðslu. Verndarstefna Íslands kemur lítið sem ekkert við þróunarlöndin. En í grundvallaratriðum er verndarstefna Íslands í landbúnaðarmálum hin sama og verndarstefna Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.Ísland vill frjáls viðskipti með fisk og iðnaðarvörur. Það hentar Íslandi vel. En Ísland vill ekki sama frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur.Það er því tvískinningur í málflutningi Íslands og iðnríkjanna um nauðsyn frjálsra viðskipta.Ljóst er,að ef fullt frjálsræði í viðskiptum næði einnig til landbúnaðarvara mundi það verða til mikilla hagsbóta fyrir neytendur.Verð á landbúnaðarvörum mundi þá stórlækka.Það yrði mikil kjarabót fyrir almenning.
Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur
Birt í Mbl. 2003
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|