Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Viljum ekki íslenskan her

miðvikudagur, 24. nóvember 2004

 

 

Íslenskir hermenn í Afganistan voru hætt komnir fyrir skömmu,er  gerð var sjálfsmorðsárás,þar sem þeir voru staddir í Kabul,höfuðborg Afganistan.Slösuðust þeir nokkuð en þó ekki lífshættulega. Má segja,að þeir hafi  verið heppnir að láta ekki lífið í þessari árás.

 

Buðu hættunni heim

 

 Nokkuð hefur verið rætt um þennan atburð í fjölmiðlum. Komið hefur fram,að yfirmaður íslenska herliðsins í Afganistan og yfirmaður flugvallarins í Kabul,Hallgrímur Sigurðsson,hafi verið í einkaerindum í verslun í Kabul og Íslendingarnir verið á verði fyrir utan,þegar árásin var gerð. Var þetta á hættulegri götu og telja þeir,sem vel þekkja til,að menn með alvæpni eins og Íslendingarnir voru,bjóði hættunni heim með því að vera þar lengi.Þetta mun einnig hafa verið mat íslensku hermannanna en þeim hafði verið fyrirskipað að bíða eftir yfirmanni sínum fyrir utan verslunina.

 Þessi atburður leiðir athyglina að þátttöku Íslendinga í “friðargæslunni” í Afganistan.Íslendingarnir þar  bera vopn eins og hverjir aðrir hermenn,eru í búningum og  innfæddir líta á þá sem hluta af hernámsliði. Þeir hafa aðeins hlotið 2 ja vikna þjálfun í Noregi. Augljóst er að þeir eru engan veginn í stakk búnir til þess að fást við þrautþjálfaða hryðjuverkamenn eins og þá sem eru í Afganistan.

 

Frumhlaup ríkisstjórnarinnar

 

 Það verður að teljast algert frumhlaup  hjá íslensku ríkisstjórninni að senda íslenska lítt þjálfaða hermenn til Afganistan.Hvað eru íslensk stjórnvöld að sýna með þessu?Alþingi hefur ekki samþykkt að stofna íslenskan her eða herdeild. Íslendingar hafa aldrei starfrækt her og það er algerlega ólöglegt að stofna íslenska herdeild og senda hana til Afganistan.Íslendingar vilja ekki her. Eðlilegast er að ríkisstjórnin kalli þessa menn þegar í stað  heim frá Afganistan. Það eru næg verkefni til á sviði hjálparstarfs út um allan heim,þar sem Íslendingar geta komið að góðu gagni. Þeir þurfa ekki að vera í hermannaleik í Afganistan.

 

100 þús. hafa látist í Írak

 

Stefna íslensku stjórnarinnar í málefnum Íraks og Afganistan  gengur algerlega í berhögg við vilja íslensku þjóðarinnar. Ríkisstjórnin lýsti yfir stuðningi við innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak enda þótt skoðanakannanir sýndu að  mikill meirihluti þjóðarinnar var því algerlega andvígur. Nú hefur verið upplýst,að 100 þús.manns,óbreyttir borgarar,þar á með mikill fjöldi kvenna og barna,hefur látið lífið af völdum innrásarinnar í Írak. Ísland ber ábyrgð á  þessum hroðalegu afleiðingum styrjaldarinnar,þar eð Ísland lýsti yfir stuðningi við stríðið.Það er  eðlileg krafa,að Ísland verði þegar strikað út af lista þeirra sem styðja stríðið í Írak. Það þarf að gerast um leið og íslenska herdeildin í Afganistan verði kölluð heim.

 

Innrásin mistök

 

   Það er kominn tími til þess að íslenska ríkisstjórnin leiðrétti mistök sín í málefnum Írak og Afganistan.Erlendar rannsóknarnefndir hafa komist að þeirri niðurstöðu,að það voru engin gereyðingarvopn í Írak. Innrásin í landið var því gerð á fölskum forsendum.Innrásin var mistök og stuðningur Íslands við hana einnig mistök. Þau mistök verður að leiðrétta,

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu 24.nóvember 2004



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn