Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Kjarabarátta aldraðra: Betur má,ef duga skal.Of lítið fékkst í samningum við ríkið

föstudagur, 19. mars 2004

 

 

Við vorum of lin í samningum  við ríkisstjórnina,sagði  formaður Félags eldri borgara  í Reykjavík( Feb) á aðalfundi félagsins í febrúar sl. Hann var  að ræða samkomulag  aldraðra við ríkisstjórnina,sem gert var í nóvember 2002. Hann sagði,að of litlar kjarabætur  fyrir aldraða hefðu fengist í samningunum. Ég er sammmála Ólafi Ólafssyni formanni í þessu efni. Það var skammarlega lítið, sem samið var um fyrir aldraða  í auknum lífeyri.Samið var um eftirfarandi,mánaðarlegar breytingar: ( Til viðbótar breytingum skv. fjárlagafrumvarpi )  Tekjutrygging hækki um  3028 kr.1.janúar 2003  og aftur um 2000 kr. 1.janúar 2004. Tekjutryggingarauki  hækki um 2255 kr. 1.janúar 2003 og um 2000 kr.1.janúar 2004.

 

 Þarf að hækka um 30-40 þúsund á mán.

 

   Þetta eru litlar upphæðir  og eftir þessar breytingar er lífeyrir aldraðra einstaklinga,sem njóta aðeins bóta Tryggingastofnunar enn  aðeins í kringum 100 þús kr. á mánuði, fyrir skatta. Það lifir enginn sómasamlegu lífi  af þeirri upphæð eins og húsnæðiskostnaður er í dag. Þessi upphæð þarf að hækka um 30-40 þús. kr. á mánuði, ef bætur þessar eiga að duga til framfærslu .Slík hækkun væri í samræmi  við  álit Hörpu Njáls,félagsfræðings, en í riti sínu Fátækt á Íslandi,færir hún rök fyrir því,að bætur Tryggingastofnunar       þurfi að hækka um 40 þús. kr. á mánuði til þess að þær dugi fyrir framfærslu. Þessar bætur þyrftu auk þess að vera skattfrjálsar. Það nær ekki nokkurri átt að skattleggja svo lágar upphæðir sem rétt duga til framfærslu . Samtökin 60+, sem starfa á vegum Samfylkingarinnar hafa samþykkt að hækka beri ellilífeyri í 130 þús.kr. á mánuði.

 

Ellilaun hafa dregist aftur úr launaþróun

 

  Frá árinu 1990 hefur kaupmáttur  ellilífeyris,grunnlífeyris og tekjutryggingar aldraðra einstaklinga aukist um  25% en kaupmáttur lágmarkslauna hefur á sama tíma aukist um 52%. Leiða þessar tölur vel í ljós hve mikið bætur aldraðra einstaklinga hafa dregist aftur úr almennri launaþróun.Er þetta skammarlegt  og blettur á samfélaginu. Stjórnvöldum ber skylda til,að bæta  öldruðum upp þetta misrétti,sem þeir hafa verið beittir  á umliðnum árum.

 

Skattar aldraðra hafa hækkað

 

 Ólafur Ólafsson sagði á aðalfundi Félags eldri borgara ,að skattar aldraðra hefðu hækkað verulega á undanförnum árum eða frá árinu 1988,þegar  núverandi skattakerfi var tekið upp.Skattbyrði á lægstu laun hefur aukist mikið,þar eð skattleysismörk hafa dregist verulega aftur  úr launaþróun.Skattur af 100 þús kr. tekjum er í dag 11,1% af tekjum en var af sambærilegum tekjum árið 1990 ( 62.635 kr.) 5,5 %. Skatthlutfallið hefur því tvöfaldast.   Einnig hafa lyf hækkað mikið en það bitnar illa á öldruðum og ýmiss kostnaður við læknisþjónustu hefur einnig hækkað og lent á öldruðum, svo sem þjónustugjöld og   lækniskostnaður sérfræðilækna.Fer sífellt stærra hlutfall tekna aldraðra og öryrkja til þessara þátta. Ört stækkandi hópur fólks á Íslandi býr við kjör undir fátækramörkum og getur ekki leyst út  lyf sín.

 

Ranglát skattlagning lífeyris

 

 Félag eldri borgara hefur barist gegn skattlagningu lífeyris úr lífeyrissjóðum en eins og kunnugt er eru þær greiðslur skattlagðar  með 38,55 % skatti eins og  hverjar aðrar atvinnutekjur. Einn félagsmanna Feb fór í  prófmál til þess að fá þessari skattlagningu hnekkt. Hefur nú verið dæmt í því máli. Var málinu vísað frá,  þar eð þess var krafist að álagningin yrði öll dæmd ógild og  að skattur yrði lagður á að nýju. Má ætla,að málið  hefði farið öðru vísi, ef þess hefði verið óskað, að  skattur á lífeyrinn yrði ákvarðaður 10% í stað 38,55% eða a.m.k. á 81% lífeyrisins.En  samkvæmt útreikningum tryggingastærðfræðings námu uppsafnaðir vextir og verðbætur 81% af útborguðum lífeyri  stefnanda árið 2001 í prófmálinu. Eðlilegt er því,að sá hluti lífeyrisins  beri 10 % skatt eins og aðrar fjármagnstekjur en ekki 38,55% skatt eins og launatekjur.

 

Skelegg barátta Ólafs Ólafssonar

 

 Hér hefur lítillega verið fjallað um málefni aldraðra og baráttu Félags eldri borgara í Reykjavík fyrir bættum kjörum aldraðra.Félagið hefur unnið mjög gott starf í því efni. Einkum hefur formaður félagsins,Ólafur Ólafsson,verið skeleggur í baráttunni  fyrir bættum kjörum aldraðra.Hefur hann verið ódeigur að benda á  það misrétti,sem aldraðir eru beittir einkum í lífeyrismálum og skattamálum.Barátta Ólafs hefur skorið sig úr vegna þess hve hún hefur verið markviss.Hann  hefur verið ófeiminn við að segja stjórnvöldum til syndanna. Mun barátta Ólafs örugglega skila enn meiri árangri en áður í framtíðinni einkum ef þeir,sem með honum starfa í Feb styðja nægilega vel við bakið á honum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Mbl. 19.mars 2004



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn