Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Skattar aldraðra hafa hækkað verulega

mánudagur, 23. febrúar 2004

 

 

Skattar á tekjur einstaklinga,tekjuskattur til ríkis og  útsvar til sveitarfélaga,hafa hækkað verulega síðan núverandi skattkerfi, var tekið upp 1988. Hækkunin hefur orðið mest á lægri launin.Skattbyrði á lægstu laun hefur aukist mikið  og því bitnað  mikið á öldruðum. Þetta stafar af því að skattleysismörk hafa dregist verulega aftur úr í  launaþróun.Nú er greiddur skattur af stærri hluta tekna en áður og þótt skatthlutfall staðgreiðslu lækki dugar það ekki til,skattar sem hlutfall af tekjum hækka.Þetta þyngir skattbyrði hinna lægst launuðu mest.

 

Aldraðir of þægir í taumi

 

 Þetta sagði Ólafur Ólafsson  formaður Félags eldri borgara í Reykjavík á aðalfundi félagsins 22.febrúar 2004. Hann flutti þar skýrslu stjórnar félagsins fyrir   liðið starfsár. Hann sagði,að eitt helsta verkefni stjórnar félagsins á starfsárinu  hefði verið eftirfylgni með samkomulaginu sem gert var við  ríkisstjórnina haustið  2002. Samkvæmt samkomulaginu hækkuðu bætur aldraðra lítillega en einnig var samið um aðgerðir  varðandi aukningu hjúkrunarrýmis,samþættingu  heimaþjónustu  og heimahjúkrunar o.fl. Ólafur sagði,að í kjaramálum aldraðra hefði samninganefnd aldraðra verið of þæg í taumi í samningunum við ríkisstjórnina. Of litlar kjarabætur hefðu fengist.

 

Hjúkrunarheimili á Vífilstöðum

 

Hann sagði að þokkalega hefði miðað í öðrum atriðum

samkomulagsins. T.d. hefði heilbrigðisráðherra gert samning við borgarstjórann í Reykjavík um  samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar og  hjúkrunarheimili hefði verið tekið í notkun á Vífilstöðum. En samt hefðu biðlistarnir ekkert styttst. Áfram yrði því að vinna að fjölgun hjúkrunarrýma,dagvistarrýma,þjónusturýma og hvíldarinnlagnarýma. Þá þyrfti að þrýsta á lagfæringar í skattamálum,hækka skattleysismörk  að lágmarks framfærslukostnaði eða koma á svokölluðum  skattabótum til þeirra,er hafa tekjur undir 100 þús. kr.  á mánuði,hækka frítekjumörk og fá hækkun a grunnlífeyri. Þá ræddi Ólafur einnig aukinn hlut aldraðra í lyfjakostnaði og kvað brýnt að auka niðurgreiðslur á lyfjum og tryggja að  ódýr lyf væru áfram á markaði en ekki tekin af lyfjaskrá þegar ný og dýrari lyf kæmu  á markaðinn.

 

"Ólafur sagði,að í kjaramálum hefði samninganefnd aldraðra verið of þæg í taumi í samningunum við ríkisstjórnina. Of litlar kjarabætur hefðu fengist.".

---------------------------------------------------------------------------------

Skattur af 100  þús kr. tekjum í dag er 11,1% en af sambærilegum tekjum árið 1990 ( 62.635) var skatturinn 5,5%.Skatthlutfallið hefur því  tvöfaldast.Þetta er skattahækkunin á öldruðum einstaklingum,sem einungis hafa bætur Tryggingastofnunar sér til framfærslu.



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn