Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Samþykkir alþingi kjarakröfur aldraðra?

þriðjudagur, 22. september 2015

Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Fréttablaðið i dag um kjör aldraðra.Þar segir svo: Alþingi kom saman 8.september.Ekkert gerðist þar strax í málefnum aldraðra og öryrkja. Engin samþykkt var gerð um málið í upphafi þings.Formsatriðin höfðu forgang: Messa í Dómkirkjunni,þingsetningarræða forseta Íslands,ávarp forseta þingsins og ræða forsætisráðherra að kvöldi þingsetningardags. Á meðan á þessum formsatriðum stendur er ekki von, að þingið megi vera að því að hugsa um eldri borgara og öryrkja! Ekkert breytist á alþingi. Þar er allt fast í forminu. Kerfið er sterkt. Það er alveg sama hvað þörfin er brýn í þjóðfélaginu. Þó hópur eldri borgara eigi ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins hreyfir alþingi sig ekki! Þó álit almennings á alþingi sé í lágmarki gerir alþingi ekkert til þess að breyta um starfsaðferðir og bregðast við óskum þjóðarinnar. Ef til vill hreyfa þingmenn sig, þegar fylgi gömlu flokkanna er komið niður í 0 ! Þeir telja greinilega ekki komið hættuástand enn! Ríkisstjórnin vill láta rúmar 10 þúsund krónur næsta ár.Mikil rausn! Hvað er til ráða? Hvað er unnt að gera til þess að bæta kjör aldraða og öryrkja? Getur alþingi gert eitthvað? Ég vil enn trúa þvi, að svo sé. Alþingi hefur nú tekið frumvarp til fjárlaga til umræðu Samkvæmt því ætlar ríkísstjórnin að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 9,4% en ekki fyrr en á næsta ári ! Af þessu er ljóst, að ráðamenn þjóðarinnar skilja ekki vanda og kjör lífeyrisþega.Þeir gera sér það ekki ljóst, að hópur þeirra hefur ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum.Þeir vita ekki eða vilja ekki vita það, að hópur aldraðra og öryrkja á ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Landssamband eldri borgara og kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavik óskar eftir því, að lífeyrir hækki jafnmikið og lámarkslaun, þ.e í 300 þúsund á mánuði á 3 árum. Lífeyrir á að hækka um 31 þúsund krónur á mánuði frá 1.mai sl eins og lágmarkslaun verkafólks hækkuðu.Það er 14,5% hækkun. 9,4% hækkun á mánuði frá næstu áramótum er ekki inni í myndinni að okkar mati. Sú hækkun er alltof lítil og óásættanleg. Og kemur alltof seint til framkvæmda.Auk þess fer helmingur af þessari hungurlús í skatt svo aðeins rúmar 10 þúsund kr verða eftir.Ráðherrar og þingmenn vilja ekki skilja vanda eldri borgar.Þeir telja alltaf að lífeyrisþegar geti beðið.Þeim liggi ekkert á! Annað er í forgangi hjá þingmönnum. Brot à stjórnarskránni.Mannréttindabrot Vandamál aldraðra eru margvíslega.Erfiðust er staðan hjá þeim,sem búa einir,hafa einungis tekjur TR eða einnig lítinn lífeyrissjóð.Þeir hafa innan við 200 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Ef þeir eiga ekki skuldlaust eða skuldlítið húsnæði komast þeir tæplega af.Margar ekkjur á efri árum eru í þessari stöðu.Margir ekklar eiga það einnig erfitt, Þetta eldra fólk verður ef til vill að endurnýja einhver tæki hjá sér og á mjög erfitt með það, getur ekki endurnýjað bíl og tæpast rekið bíl.Erfitt getur verið að leysa út lyf og að leita læknis.Ég tel, að það sé brot á 76 grein stjórnarskrárinnar að veita þessu fólki svo slæm kjör en samkvæmt þessari grein á ríkið að veita ellilífeyrisþegum aðstoð ef þarf.Hér þarf svo sannarlega aðstoð.Annað er mannréttindabrot. Samfylkingin vill 300 þúsund á mánuði fyrir aldraða Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp um að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í 300 þúsund á mánuði á næstu 3 árum? Það er jákvætt. Það er líka jákvætt, að frv gerir ràð fyrir,að lífeyrir hækki strax með gildistöku 1.mai sl.En hins vegar flaskar Samfylkingin á prósentunni sem lífeyrir á að hækka um. Samfylkingin virðist taka upp prósentuna frá fjármálaráðuneytinu.Hún leggur til að lífeyrir hækki um 8,9%. En lágmarkslaun ( lámarkstekjutrygging) verkafólks hækkar um 31000 kr eða um 14,5% á mánuði?Aldraðir og öryrkjar eiga að fá nàkvæmlega sömu hækkun og launþegar. Það er mín skoðun og það er skoðun þings Landssambands eldri borgara og kjaranefndar FEB.Þetta er algert lágmark fyrir lífeyrisþega.Alþingi og við öll verðum að hafa manndóm til þess að búa öldruðum góð kjör og meta það,sem eldri kynslóðin hefur gert fyrir þjóðina. Björgvin Guðmundsson Formaður kjaranefndar Fèlags eldri borgara Birt í Fréttablaðinu 22.sept 2015


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn