|
Á Jón Ólafsson að fá Norðurljós á ný?föstudagur, 23. apríl 2004
|
Á fréttavef ríkisútvarpsins er ítarleg frásögn af áliti nefndar um eignarhald á fjöldmiðlum,sem verið hefur til umfjöllunar í ríkisstjórn. Kennir þar margra grasa. M.a. segir í nefndarálitinu,að fyrirtæki,sem eru í öðrum rekstri en fjölmiðlarekstri skuli ekki eiga ljósvakamiðla.( A.m.k. er það ein hugmynd nefndarinnar) Þá segir og ,að nýjar reglur eða lög um þetta efni skuli vera afturvirk. Samkvæmt því virðist stefnt að því að ógilda kaup Baugs og Íslenskrar erfðagreiningar á Norðurljósum. Mundi Jón Ólafsson þá væntanlega eignast Norðurljós á ný. Er þá væntanlega kominn fram tilgangur nefndarinnar og ríkisstjórnarinnar: Sem sagt sá,að færa Jóni Ólafssyni Norðurljós á ný!
Furðulegt nefndarálit
Nefndarálitið um eignarhald á fjölmiðlum er allt hið furðulegasta. Virðist sem tilgangur nefndarinnar hafi verið sá,að finna leið til þess að koma í veg fyrir að Baugur gæti átt ráðandi hlut í Norðurljósum.Verður þó ekki séð,að unnt sé að koma í veg fyrir að vissir aðilar eigi í sjónvarpsstöð. Ef banna á fyrirtæki eins og Baugi að eiga í sjónvarpsstöð,sem væri líklega brot á stjórnarskránni, þá væri það hið auðveldasta fyrir eigendur Baugs að eiga persónulega í stöðinni í staðinn.Ekki er unnt að banna mönnum eins og Jóni Ásgeiri og Jóhannesi að kaupa hlut í sjónvarpsstöð.
Hver er tilgangurinn?
Ekki fæst séð hver tilgangurinn er með þeim reglum,sem framangreind nefnd hefur velt fyrir sér. Hið eina sem þarf að gæta að er, að fjölmiðlar misnoti ekki aðstöðu sína. Samkeppnisstofnun getur gætt þess. Ef fjölmiðlar misnota ekki aðstöðu sína kemur stjórnvöldum ekkert við hverjir eiga fjölmiðlana. Vinnubrögð fjölmiðlanefndarinnar minna mjög á vinnubrögð í Sovetríkjunum sálugu en ekki á vinnubrögð á Íslandi dagsins í dag.
Björgvin Guðmundsson
| Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|